þriðjudagur, október 09, 2007

Jól á Íslandi


Við ákváðum í gærkvöldi að kaupa okkur miða heim um jólin og létum bara slag standa mínútu síðar. Það þýðir ekkert að hika með þessar ákvarðanir því verðið á flugmiðum heim fyrir jólin rýkur bókstaflega upp. Birgir Steinn er farinn að tala mikið um Ísland og fólkið sitt heima, ömmur sínar og afa og okkur fannst bara ekkert annað koma til greina en að eyða jólunum með þeim.
Já ákvörðunin var svo sem ekkert erfið - bara æði að vera í faðmi fjölskyldu og vina á þessum tíma ársins, sem og öðrum en þó sérstaklega þessum.
Komum sem sagt 19.des og fljúgum aftur til Dene 3.jan.
Love the Christmas!

5 ummæli:

BJÖRG sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

ótrúlega gaman að heyra það.
kv, Áslaug

Guðrún Birna sagði...

Jeiiiiii :-) Hlakka ekkert smá til að sjá ykkur - og við erum í fríi ÖLL jólin! Getum hangsað saman þegar tími gefst til!!! Jeiiiiii.

Nafnlaus sagði...

Segi það með þér - það er svo gaman um jólin og bara rúmir tveir mánuðir í hátíðina :)

kv
LIlja

Nafnlaus sagði...

Bestu fréttir lengi! Nú verður rústaður kjallarinn og skreyttur bak og fyrir
Ástarkveðjur frá Sjafnó