
Við erum dugleg að nýta helgarnar okkar í skemmtilegum görðum hér í Kaupmannahöfn. Fredriksberghave er í okkar uppáhaldi og förum við oft þangað til að gefa öndum, fara á róló en aðallega til að rölta um í náttúrufegurðinni. Það er bara dálítið merkilegt hvað stórborg eins og Kaupmannahöfn á mikið af náttúrudýrð í miðjum stórborgarniðnum. Maður getur alls staðar vikið frá látum og notið þess að vera í ró og spekt með dýrum og mönnum. Það er í rauninni merkilegra hvað smáborg eins og Reykjavík hefur afskaplega fáa svona staði. Laugadalinn og..... hljómskólagarðinn er varla hægt að telja upp í samanburði við þessa listigarða hér og hvern annan get ég nefnt..... kirkjugarðinn.
Er ekki hægt að nýta alla þessa peninga sem eru í umferð heima í uppbyggingu höfuðborgarinnar fyrir þá sem þar búa. Mest sóttu "fjölskyldustaðir" á stórhöfuðborgarsvæðinu um helgar eru hvað Kringlan og Smáralind.
Fredriksberghave var pakkfullur í kuldanum í gær. Ég get hins vegar ekki sagt að mér hafi verið kalt því stemmningin var hreint ótrúleg í haustlitunum.
Hver er til í að koma í samtökin "Reykjavík fyrir fólkið í borginni" - hehe kannski dáldið klént slagorð en því má breyta...... ;)
7 ummæli:
Elliðaárdalurinn er nú að mínu mati fallegasti staðurinn í RVK og gleymist allt of oft, klárlega vanmetinn. mæli hiklaust með honum. Annars held ég nú að garðar eins og tíðkist í stórborgum úti í heimi séu vegna þess hve fáir íbúar þar hafa sinn eigin garð. það er aftur á móti e-ð sem við Íslendingar erum svo heppin að hafa nánast undantekningarlaust. Væri samt alveg til í að vera á röltinu í Fredriksberghave, það er ekki málið :)
kv Guðrún
Ég er alveg sammála þér Anna, það sem maður saknar mest við Köben er borgin, hún er svo fjölbreytileg...
Það er voða kósý að geta farið í næsta garð með teppi og e-d gott að narta í... og bara slakað á!
Já mikið rétt - fólk heldur sig frekar til í bakgörðum sínum en í almenningsgörðum á Íslandi. Elliðárdalurinn gleymdist hiklaust í upptalningunni sem og Heiðmörkin. Það breytir sýn manns heilmikið að breyta svona um stað en þó ekki þannig að manni finnist allt betra hér - alls ekki. Er þó enn á þeirri skoðun að Hljómskólagarðinum eigi að breyta og bæta þannig að fólk fari að nota hann sér til yndisauka.
kv.anna
Svo mætti kannski nefna Öskjuhlíðina og það er alveg líka gaman að kíkja alveg út á Nes, Seltjörn og svæðið þar í kring. En þetta er náttúrulega ekki svona garðar eins og þú ert að tala um. Það má alltaf gera betur og alveg nauðsynlegt að fólk fari að hætta þessu blessaða Kringlu- og Smáralindarrápi um helgar. Heyrumst
Maja granni
p.s. leigjendurnir þínir eru ekkert mikið að draga gardínurnar upp hjá sér!!!!
Og svo eru staðirnar í lálægð við höfuðborgina ss Hvaleyrarvatnið semkom okkur Óskari virkilega á óvart fallegt umhverfi og meira að segja hægt að kasta út stöng. Það er bara þannig með okkur hér á Fróni við eru dolidð Molluð viljum vera í góðu veðri og eru sátt og sæl í jeppunum okkar :) -Inn í bíl - út á plan og inn í
"M0$$$ll", við erum dolið orðnir eins og Kanarnir. Ætli flestir krakkar nútímans koma ekki til að þekkja Vetrargarðinn í Smáranum betur en Hallargarðinn Æi vonandi ekki og ég verð alltaf svo glöð þegar ég sé hvernig þig Styrmir eruð svo duglega að fara í hina og þessa göngutúra Lofa ykkur að þetta á að skila sér Þú getur minnt Styrmir á nokkra göngutúra með okkur Pabba og Guðbjörgu og Höllu
við Rauðavatn og hina og þessa köldu og hráslagalegu staði sem voru kaldir fyrst en gerðu sitt ef menn tóku með sér nesti :). Haltu áfram að minna okkur á og hrista upp í okkur Anna mín
Ástarkveðjur
Tengdamammma.
Ég er ein af þessum "mollrats" Ég er alltof ódugleg að fara eitthvað utandyra...bara nenni því alltof sjaldan vegna veðurs en þegar maður drífur sig er það yndislega gaman! Næst á listanum er að labba í kringum Vífilstaðavatn. Ætli það sé ekki fært barnavagni?? :) Annars takk fyrir kaffið á laugardaginn Anna!!
kv.
Lilja
"Með börn í borg" Ég er með. Þú kannski bara græjar þetta samt svona fyrstu 4 árin eða svo á meðan ég er úti... en svo skal ég alveg koma og nýta mér afraksturinn. Fín samtök. Við erum núna bundin við barnavagn í 5-6 tíma á dag og þegar Jökull er hjá okkur er bara eiginlega ekki neitt sem öll fjölskyldan hefur gaman af í einu. Frekar súrt.
Skrifa ummæli