þriðjudagur, október 30, 2007

Það er liðin tíð....

.....að þjóðfélag okkar sé einlitt í flestöllum skilningi þessa orðs. Við erum að verða/orðin fjölmenningarsamfélag og því ber okkur að aðlagast því. Ég er líka á þeirri skoðun að það eigi að gera kröfur til þeirra sem fytjast inn á borð við að ná tungumáli okkar og hlýða landslögum og reglum þjóðfélagsisns.
Að endurútgefa eldgamla næstum niðrandi bók um 10 litla negrastráka finnst mér þar af leiðandi ekki í lagi. Nú í ansi mörg ár hafa börn með þennan húðlit verið ættleidd frá hinum og þessum löndum Afríku og Indlands. Ég get ekki ímyndað mér að það sé sniðugt að verið sé að endurútgefa barnabók sem lyktar af vanþekkingu og fordómum. Ok þetta er kannski voða krúttleg bók en ég efast um að allir séu þeirrar skoðunar og þá sér í lagi þeir sem líta út eins og litlu negrastrákarnir í bókinni sem segja úgabúga og dansa í kringum varðeld.
Börn eru algjörlega litblind þegar kemur að húðliti fólks og því eigum við að vera að breyta því? Það er góður eiginleiki að geta litið framhjá útliti að þessu leyti og það mættu margir fullorðnir læra að tileinka sér.
Þegar ég kom heim frá NY um daginn komu Styrmir og Birgir Steinn að sækja mig. Tösku-færibandið bilaði og því þurfti ég að bíða eftir töskunum í tæpa 2 klukkutíma. Þeir feðgar voru orðnir ansi þreyttir og á einhverjum tímapunkti spyr pabbinn hvort að þeir eigi ekki bara að velja sér aðra mömmu. Birgir Steinn hugsar málið og segir svo jú og ég vil fá þessa hér og bendir á eina ansi brúna!
Jabb - hvort að litla kallinum finnist kellan eitthvað föl, það kann að vera, en það eina sem hann hugsaði um var að finna sér mömmulega konu sem gæti kannski komið í staðin fyrir hans.

Engin ummæli: