föstudagur, september 14, 2007

Litli snillingurinn minn

Ég vaknaði pirruð í morgun og ég ætla að taka það fram að það er ekki daglegt brauð hér á bæ.
Bræðurninr voru komnir á fullt og ég var bara ekkert tilbúin í verkin, ræðst samt í hafragrautinn enda ekki spurt að því hvort að maður sé þreyttur og pirraður því verkin þurfa einfaldlega að klárast. Þar sem ég stend og hræri í potti alveg að missa þolinmæðina eftir að hafa kallað 100 sinnum á þá bræður í morgunmat vindur sá eldri sér upp að mér og segir með ofurblíðri röddu: "Mamma get ég eitthvað hjálpað þér?".
Þarna var ekki annað hægt en að brosa út að eyrum og þiggja gott boð og deginum var bjargað.
Hann hefur átt nokkur svona múf undanfarna daga. Er orðinn nokkuð læs á foreldrana og ekki nema 3 ára.
Við höfum komið upp þeim sið hér á bæ að við foreldrarnir skiptumst á að fylgja þeim í háttinn. Einn daginn fer ég með Birgi og þá fer Styrmir með Arnar og þann næsta er þessu öfugt háttað. Birgir á það hins vegar til að vilja hrófla við þessari rútínu og í gær vildi hann frekar fá mömmuna í lestur og knús en pabbann. Um leið og ég stefndi að herberginu hans Arnars snýr Birgir sér að mér og segir "takk mamma fyrir að koma með mér í dag"...... jæja það nú er ekki eins og þetta sé regla rist í stein svo að það er nú alveg hægt að hliðra til.
Mergur málsins er hins vegar sá að Birgir Steinn hefur einstakt lag á að stýra og stjórna. Hann hefur smátt og smátt komist að því að öskurköst virka ekki og eru því hverfandi siður sem betur fer. Í staðinn notast hann við þessa einstöku samningatækni sem virkar næstum alltaf.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ litla dúllan. Eða á ég að segja stóra hann er víst engin mús lengur. Minn var eitthvað þreyttur á því að biðja um hluti utan skipulagðra drekku og matmálstíma og fá bara neitun að hann fór að spyrja: "mamma má ég fá ekkert"??? Sum sé í stað þess að telja upp fullt af hlutum og fá neitun við þeim öllum þá kom þessi ofursnjalla spurning sem einmitt leiðir oft til þess að honum er boðið hafrakex eða sms skyr :) Þeir eru nú sniðugir þessir strákar
kv.
Lilja
p.s. muna svo að kíkja á yahoo :)

Guðrún Birna sagði...

Ohhhh sætur.. þetta er nú mun skemmtilegri aðferð til að stjórna en öskrin og snilldin ein þegar þau eru komin með þetta á hreint. KS er einmitt fljótur að pikka upp þessi fáu skipti sem mamman er pirr út af engu. Og fljótur að snúa því við eða slá mann útaf laginu. Yndi þessi börn.
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt elsku vinkona. Gangi þér vel og góða helgi!
Knús,
GB

BJÖRG sagði...

æhhh krútt.... sé þetta alveg fyrir mér! :) hann er BARA yndisslegur!
Mikil söknun í gangi hér!