Þetta er ein af mínum uppáhalds síðum þessa dagana. Þetta er uppboðsvefur, sambærilegur og ebay sem dæmi nema að þeir sem standa að þessum vef hafa allt með það að gera hvað er til sölu og hvað ekki. Hlutirnir fara því í gegnum smá mat áður en þeir eru settir á vefinn. Af þeirri ástæðu eru þetta flest allt hlutir sem þykja verðmætari en margir aðrir s.s antík og annað treg-fáanlegra. Því er sjaldnast verið að bjóða einhverjar krónur eða aura. Þó er hægt að vera heppinn og ég hef fylgst með mörgum fallegum hlutum enda á gjafaprís ef svo má segja.
Ég get hreinlega eitt heilu kvöldstundunum bara í það að skoða og dást.....
Hef þó ekki gerst svo fræg að kaupa neitt en þeir sem mig þekkja vita það vel að ég er nettur sucker fyrir gömlu góssi. Fyrir mér er þetta einhver smá tenging við bernskuna - ömmur og afa auk þess sem mér finnst þessi hlutir gefa nýstárlegum minnimalisma hlýja sál.
Mæli með lauritz.com með kaffi latte og Le Petit Écolier súkkulaðikexi, eftir að kríli eru sofnuð. Kvöldið verður ekki mikið betra. Góða skemmtun :)
sunnudagur, september 16, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
..æi ég kemst ekki inná síðuna sem að þú ert að "mæla með" og nú er ég að deyja úr forvitni...hvað er þetta - eitthvað svona ebay junior eða??
Haaaa ég trúi þessu ekki, glatað....
Redda þessu as we speak
over and out
Skrifa ummæli