Ég er með kenningu sem að ég er sífellt að verða sannfærðari um.
Ég held því einfaldlega fram að við mannfólkið hljótum að vera með fengitíma eins og dýrin nema hvað að hvert okkar hefur sinn sérstæða frjósemistíma ársins.
Það eru þó örfáir sem passa ekki inn í kenningu mína enda um afar frjósama einstaklinga að ræða og því teljum við þá ekki með.
Við hjónin eigum augljóslega okkar tíma þegar haust og vetur mætast. Sept -nóv er því tíminn sem að styrmir ætti að flytjast í klaustur svo að hann verði nú ekki rekinn úr tvistinum.
Ég þekki fullt af fólki sem að smellpassar inn í kenninguna. Þau sem slá hins vegar öllum við eru einmitt núna að berjast við að koma prinsi í heiminn á eins árs afmælisdegi systur sinnar.
Geri aðrir betur........
þriðjudagur, september 25, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Skrifa ummæli