Einhvern veginn hélt ég að það væru allflestir á þeirri skoðun að sogblettir væru eitt það ólekkerasta í bransanum. Undanfarna daga hefur mér hins vegar tekist að rekast á örugglega alla þá sem eru ósammála mér í þeim efnum. Í dag voru t.d 3 skvísur að bíða eftir metróinum eins og ég. Voða sætar stelpur, kannski um eða yfir tvítugt, flott klæddar og í háhæluðum skóm (eins og allar danskar pæjur). Þegar þær svo snúa sér að mér þá tek ég eftir að þær eru allar upphleyptar í rauðum blettum. Þegar ég sá þá fyrstu hugsaði ég með mér að greyið hlyti að vera svona slæm af einhverju exemi en þegar hinar litu næstum eins út þá sá ég betur að þetta voru ekkert annað en eldrauðir sobbar. Jimundurminneini.... og nú mætti halda að níræð kelling væri bloggarinn, en þetta unga lið nú til dags.
Ég myndi í alvörunni giska á að þær hefðu orðið fyrir ryksuguárás.
Þær voru hins vegar voða montnar með að hafa tekist að heilla hitt kynið kvöldið áður, í flegnu niður á bringu og með hárið tekið upp svo að allir 30 sobbarnir sæjust nú örugglega. Þær minntu mig nú bara einna mest á gaurinn í There's something about Mary þennan þarna sem var nú vægast sagt óheppinn í húðinni.
En hvað veit ég, þykir þetta kannski dáldið flott í dag? Maður þarf greinilega að fara að leggja sig betur fram við að halda sér í tískunni, það er greinilegt.......
þriðjudagur, september 11, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hahahahaha! Ji ég hélt að þetta hætti að vera töff þegar unglingaveikin lagaðist! Annars var einn í unglingavinnunni virkilega montinn á mánudagsmorgnum þegar hann teygði úr hálsinum og sýndi svarfjólubláan hálsinn...
Elskan mín þú ert svo saklaus, þetta hafa verið stúlkur sem eru í atvinnu á götuhornum þú skilur.
kv. ma.
Skemmtileg færsla. Maður heitar ekki að lova þessa sogbletti.
Sogblettir - gotta love 'em
Hahahaha! Mér finnst sogblettir það ógeðslegasta í heimi, nei ok tær eru ógeðslegri! :) en já ég held ég sé sammála mömmu... sástu þær kannski á Christianshavn??? ;)
Skrifa ummæli