Mál Madeleine litlu virðist engan endi fá. Nú er móðirin í fyrsta sinn, rúmum 4 mánuðum eftir að stúlkan hvarf, komin í raðir grunaðra. Þvílíkur harmleikur. Margir láta sér fátt um finnast. Telja það jafnvel hálfgerða hræsni hve mikla umfjöllun og samúð eitt lítið vesturlandabarn fær þar sem þúsundir önnur frá öðrum heimshornum standa í sömu sporum. Ég held hins vegar að það sé mikil þörf á þeirri umfjöllun og athygli sem málið hefur fengið. Það hefur vakið marga til umhugsunar. Manni hættir til að gleyma og hugsa ekki um það sem er manni fjarri eins og svona lagað.
Ég finn alveg hrikalega til með þessu fólki (enda ekki í fyrsta sinn sem ég blogga um þetta). Einhvern veginn finnst mér ólíklegt að foreldrarnir beri ábyrgð á dauða hennar. Auðvitað bera þau ábyrgð á hvarfi hennar að miklu leyti þar sem hún var skilin eftir eftirlitslaus í íbúðinni. En ég kaupi það hreint ekki að þau hafi átt beinan þátt í dauða hennar. Foreldrar sem gera svoleiðis leita ekki að barninu í marga mánuði og fara til um 10 landa til að hengja upp myndir af henni, fara á fund páfa og ég veit ekki hvað og hvað. Eða hvað?
Ég veit bara að ef að mínu barni yrði rænt myndi ég aldrei hætta að leita.
Þau eiga enn sem áður alla mína samúð og ég held að umfjöllun þessi hafi jafnvel orðið öðrum til bjargar...... Alla veganna kippt mörgum foreldrum inní dimman raunveruleikann.
Ætli portúgalska lögreglan/yfirvöld séu ekki bara að ljúka málinu með þessum hætti. Það hlýtur líka að koma ansi illa út fyrir land sem þetta sem lifir á túrisma að barni sé rænt á einum aðal sumarleyfisstaðnum, það finnst ekki eftir mikla leit og að heimurinn viti allur af því.....
laugardagur, september 08, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
HÆ Anna og takk fyrir síðast - þetta var ekkert smá skemmtileg helgi. En þetta mál með Madelene er hið skrítnasta og vill maður bara alls ekki trúa því að foreldrarnir eigi hlut að máli - en það verður að viðurkennast að það er margt ansi skrítið sem hefur komið í ljós - ég er orðin alveg rugluð hverju maður á að trúa og hverju ekki. Vona bara að þetta fari að fá farsælan enda.
Bestu kveðjur frá okkur öllum - Aníta og co
ohhh þetta mál fer alveg með mann. Nú segir lögreglan að það sé 99% líkur að blóðið sem fannst í bílnum þeirra sé úr henni... ég get bara ekki trúað þessu uppá foreldranna, þar sem þau eru búin að gera stórt mál úr þessu!
En maður veit víst aldrei!
Skrifa ummæli