þriðjudagur, september 04, 2007

haustið er komið

Í morgun þegar við fórum framúr tók á móti okkur kuldabolinn Kári. Það er vægast sagt skítakuldi hér í Köben. Nafni hans sá reyndar um að halda okkur á tánum í alla nótt með endalausu kvarti og kveini og bróðir hans kallaði a.m.k tvisvar og vildi fá pabba sinn til þess að kúra hjá sér. Við vorum því á brölti í alla nótt og Styrmir hefur örugglega mætt aðeins þreyttari en bekkjabræður hans Danirnir fyrsta skóladaginn.

Arnar Kári er annars kominn með leikskólapláss og hefst aðlögun eftir 2 vikur. Hún átti að vísu að hefjast í dag en móðurinni fannst einhvern veginn þægilegri tilhugsun að fresta þessu um 2 vikur. Annars er stráksi orðinn vel tilbúinn í verkið. Leikskólakennarinn sagði það auðséð þegar við komum í heimsókn á leikskólann að hann ætti systkini því hann gekk mjög ákveðinn í dótið og lét það ekkert trufla sig að á veginum væru eldri og þroskaðri börn. Held að hann sé í nokkuð góðri þjálfun hvað það varðar.

Annars er góð helgi að baki. Við Arnar Kári fórum til Svíþjóðar og hittum sjúkraþjálfara saumóinn minn. Gistum með þeim í eina nótt og fengum þær svo yfir í gær og sýndum þeim helstu staði Kaupmannahafnar þ.e Fisketorvet.....
Algjört æði að komast í blaður með vinkonum að heiman.

Takk fyrir helgina kæru vinkonur

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæhæ, LS er einmitt að byrja í aðlögun á Gullborg og líkar mjög vel. Þetta er alveg rosalega fínn leikskóli. Strákunum þínum á örugglega eftir að líka vel þarna að ári ;)
Heyrumst
Maja

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku Anna og co. Mikið var nú gaman að hitta ykkur um helgina og spjalla. Gaman að sjá hvað pottormarnir braggast vel í Köben. Hafið það sem allra best.
Kv. Nanna Guðný.

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ
Takk fyrir helgina sömuleiðis. Frábært að hitta ykkur og gaman að sjá hvað þið hafið komið ykkur vel fyrir. Sjáumst vonandi fljótt aftur :)
kveðja
Lilja

Nafnlaus sagði...

Ohhh hljómar vel. Vil líka alveg fá svona saumó í heimsókn til mín :-). Við vinnum í svona ferð fyrir MR-saumó næsta vor.