Við áttum fjölskyldudag í Fields í dag. Styrmir náði ekki að vinna eins og hann gerir á mánudögum þar sem eini sæstrengur landsins var í lamassessi og því allir íslendingar í útlöndum sambandslausir við landann. Við ákváðum því að sækja drenginn snemma á leikskólann og fara í smá hjólaleiðangur. Það er búið að standa lengi til að kaupa handa drengnum tvíhjól. Vinafólk okkar í næsta húsi var svo almennilegt að lána Birgi Steini hjól á meðann hann væri að komast upp á lagið. Núna er hjólið hins vegar orðið dálítið lítið og drengurinn svo flinkur svo að þá var kominn tími til að skila lánsfengnum. Birgir Steinn var ekki beint ósáttur við gjöfina sem var afmælisgjöf frá ömmu Dísu og afa Óskari. Hann tilkynnti okkur það að nú ætlaði hann sko alltaf að hjóla í leikskólann og Arnar Kári mætti alveg sitja aftan á ef hann vildi. Já hann gleymir aldrei litla bróður, eins og hann getur nú verið mikill vargur við hann stundum.

Annars erum við bara svo glöð eftir að hafa fengið góðar fréttir frá Íslandi :)
Áfram amma - við elskum þig.
3 ummæli:
sakna ykkar!!!!
bíddu bíddu... er ekki control á neinu þarna í baunalandi. Fyrst er barnið í Arsenal búning og nú Chelski...
Við erum ennþá ánægðari að heyra hversu vel þetta gengur með hjólasprellið og nú er bara að vita hvort sá stutti þurfi ekki þríhjól
ástarkveðjur
Amma afi og Halla
Skrifa ummæli