fimmtudagur, september 20, 2007

að eldast vel

Þegar við vinkonurnar vorum á okkar yngri góðu árum þá áttum við það til að setja rokkaraskvísur á borð við Alanis Morrisette á fóninn og sungum frá okkar allt vit. Nú nokkrum hjónabandsárum, börnum og kílóum seinna leitum við til aðeins fágaðri söngdíva til þess að þenja lungun og hreyfa rassa. Sú allra flottasta kom hingað til Danmerkur í fyrra og ég naga mig enn í handarbökin fyrir að hafa ekki áttað mig á því í tíma.
Í staðinn notast ég við tæknina og dilla mér í sófanum þegar ég hlýði á súperskutluna á you-tube. Það eina sem vantar eru náttúrulega aðal skutlurnar á stofugólfið með mér.

Spurning um að bjalla í Einar Bárða og fá kallinn til að ferja Dolly til Íslands, en þó ekki fyrr en næsta haust.

Hlustið á klippuna, hún er náttúrulega bara snillingur og svo er þetta líka eitt besta lagið hennar að mínu mati.
Ekki gleyma kaffi latte og súkkulaðikexi með um leið og þið njótið söngsins :)

2 ummæli:

Guðrún Birna sagði...

Shit hvað hún er mikill snillingur. Hlakka til að hitta ykkur Dolly á dansgólfinu eða tónleikum... Joleeeeeene.... Love it!

Rassabollur sagði...

Hún er æði. Þegar við vinkonurnar vorum litlar þá héldu barbí iðulega tónleika og tóku "9 to 5" og fleiri góð lög.
Eftir að ég sá heimildarþátt og viðtal við dívuna þá skaust álit mitt á henni upp til skýjanna. Hún er algjör viðskiptasnillingur og lætur gott af sér leiða á ýmsum sviðum.
Það er sko gríðarleg viðskiptastragedía á bak við þessi boobies og stóra hárið. Svo er hún búin að vera gift sama venjulega "Jóninum" síðan hún var tvítug...það á ekki við margar stórstjörnurnar.