Ég furða mig alltaf á því þegar ég les um glæsifólkið í Hollywood hve margar skvísurnar þar velja að eiga börn sín með keisaraskurði. Það er svo sem ekki endilega sjálfgefið að þó að fólkið skari fram úr í léttvigt og glæsileika að það sé endilega bráðgáfað. Ég er farin að halda að fræðslan þar hljóti að vera með öðrum hætti en heima á Íslandi.
Heima er hins vegar mælt með að: koma barninu í heiminn á 30 andadráttum, eiga rómantíska stund í hreiðrinu með nýrri fjölskyldu að fæðingu lokinni og halda svo heim á leið sólarhringi síðar á bleiku skýi. Þetta bara fer ekki alltar eins og talað var um....
Þegar ég undirbjó fæðingarnar mínar var ég orðinn sérfræðingur í öndunartækni og þóttist vita uppá hár með hvaða hætti ég ætlaði að koma barninu í heiminn. Ég las bækur um þetta efni spjaldana á milli en fletti alltaf yfir keisara kaflanna. Sá enga ástæðu til þess að kynna mér þessa ónáttúrulegu aðferð og taldi að þar sem móðir mín fékk ekki hríðarverki og átti okkur án nokkurra vandræða að þá hlyti þetta að ganga í erfðir eins og svo margt annað. Ég gekk því kokhraust inní ferlið og var tilbúin að bjóða hríðarnar velkomnar eins og jógakennarinn minn orðaði það.
Fæðingin þ.e allt þangað til að ég fékk barnið mitt í hendurnar var því eiginlega bara vonbrigði. Ég var tengd við snúrur og slöngur og gat því lítið hreyft mig, "rómantíska baðferðin" var því úr sögunni sem og gönguferðirnar sem áttu að aðstoða barnið niður fæðingarveginn. Þegar læknarnir fóru svo að tala um keisaraskurð var mér öllu lokið.
Það sem kom svo á eftir, 6 vikur í samgróninga þá þakkaði ég fyrir að eiga jafn góðan eiginmann sem var yfirleitt vaknaður á undan mér á nóttunni til þess að ná í snúllann og ferja hann til móðurinnar sem lá eins og slytti sem gat sig varla hreyft.
Auðvitað skiptir engu máli með hvaða hætti krílið kom í heiminn þegar hann var mættur sprækur og frískur - bara algjörlega fullkominn. En það sem pirrar mig hins vegar alltaf dálítið er þegar fólk fer að tala um þetta eins og konur velji þessa leið til að sleppa við óþægindi og vesen.
Ég held að í flestum tilvika að þá sé fæðing alltaf betri kostur. En á sama tíma og ég segi það að þá þakka ég fyrir læknavísindin því ef það væri ekki fyrir þau þá væri ég eflaust komin undir græna torfu oftar en einu sinni.
laugardagur, september 29, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Já margar konur fara í keisaraskurð nú orðið, en ég held að það sé ástæða fyrir því. Það eru bara ekki teknar eins miklar áhættur enda ekki ástæða til þess. Vinkomur mínar voru 1-2 sólahringi að fæða og tel ég það út í hött. Þær gátur ekki setið í heilan mán á eftir og allt dótið þarna niðri í steikn. Guð sé lof að þetta er ekki stundað lengur. Já hann Styrmir má fá hrós því betri tengdason og eiginmann er ekki hægt að fá. kveðja mamma.
Já keisaraskurðirnir tveir sem ég hef farið í hafa í það minnsta bjargað börnunum mínum, án þeirra ætti ég ekki tvo fullkomna gullmola.
Ég fór nú á heilt fæðinganámskeið áður en ég átti LS og þar var algerlega hoppað yfir keisaraskurði og sagt að við ættum nú ekki að vera með þannig vesen.
Finnst einmitt oft eins og konum finnist maður vera hálfgerður aumingi að hafa farið í keisara en þær hafa þá greinilega ekki prófað að standa upp í fyrsta sinn eftir þannig aðgerð.
kveðja úr Vesturbænum
Maja
Skrifa ummæli