þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Taka skal mark á draumum.

Ég á nokkra vini sem ég heyri sjaldan í en af ákveðinni ástæðu eiga þessir einstaklingar ákveðinn stað í hjartanu. Ein þessara vinkvenna hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu og vægast sagt þurft að takast á við nýtt og erfitt verkefni. Þegar ég hitti hana á Íslandi í sumar fannst mér aðdáunarvert hversu skynsamlega hún tók á málum en á sama tíma veit ég að þegar svona dynur á koma góðir og slæmir dagar. Í nótt kom mamma hennar til mín í draumi og bað mig um að heyra í henni sem fyrst.
Hvort sem mamma hennar hafi verið að senda mér hugskeyti eða hugur minn þar að verki þá mun ég alla veganna verða að ósk þeirrar góðu konu sem heimsótti mig í nótt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nóg að gera hjá þér á nóttunni, ef ég þekki þig rétt þá er þú alltaf að hugsa um þá sem eiga bágt.Það vonandi birtir upp hjá þessari vinkonu þinni. ma.