fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Tvisturinn

Styrmir hefur stofnað félagasamtökin Tvisturinn með einum ágætum vini okkar. Þessi samtök sem ætla mætti að væru kannski spilafélag eru hreint ekkert í þeim dúr. Í félag þetta fá aðeins þeir sem segja stopp eftir 2 börn, inngöngu. Já manninum mínum er svo mikil alvara að hann ákvað að það þyrfti að vera til stuðningshópur í kringum þessa hugmynd sína. Ekki slæmt að gerast formaður í eins merkilegu félagi, hehe.
Mér finnst annars ansi skemmtilegt að minnast þess að þessi sami ágæti formaður sagði nú eitt sinn við unga menntaskóladömu að hann ætlaði að eignast fullt af börnum, alveg 5 stk.
Þetta var pick-up línan í þá daga og virkaði svona líka vel. Eitthvað hefur hugur unga sveinsins hins vegar snúist.
Nei annars þá nægja mér fyllilega þessir englar mínir tveir - alla veganna í bili. Hugmynd mín að því þriðja verður bara tekin uppá borðið síðar. Kannski eftir nokkur rauðvínsglös. Þeir segja það sem vita að það virki vel.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Maðurinn minn myndi glaður ganga í Tvistinn með þeim félögum.

Arna á PHG 9

pmo sagði...

He he he...þetta með rauðvínið virkar fínt. Held samt að við P gerumst félagar í Þristinum... ekki Fimmunni eins og margir vilja meina.
Kv. A á AHG 24

BJÖRG sagði...

Hahaha! Já þetta er spurning, eða kannski bara ekki spurning!!! Því tvö eru ekki nóg, allavega ekki fyrir mig! Ég heimta fleirri krútt frá ykkur! :)
En ég held að 3 sé fín tala, passar í bíl og svona...
Sakna ykkar ROSALEGA mikið! Hafið það gott! :*