Mér finnst annars ansi skemmtilegt að minnast þess að þessi sami ágæti formaður sagði nú eitt sinn við unga menntaskóladömu að hann ætlaði að eignast fullt af börnum, alveg 5 stk.
Þetta var pick-up línan í þá daga og virkaði svona líka vel. Eitthvað hefur hugur unga sveinsins hins vegar snúist.
Nei annars þá nægja mér fyllilega þessir englar mínir tveir - alla veganna í bili. Hugmynd mín að því þriðja verður bara tekin uppá borðið síðar. Kannski eftir nokkur rauðvínsglös. Þeir segja það sem vita að það virki vel.

3 ummæli:
Maðurinn minn myndi glaður ganga í Tvistinn með þeim félögum.
Arna á PHG 9
He he he...þetta með rauðvínið virkar fínt. Held samt að við P gerumst félagar í Þristinum... ekki Fimmunni eins og margir vilja meina.
Kv. A á AHG 24
Hahaha! Já þetta er spurning, eða kannski bara ekki spurning!!! Því tvö eru ekki nóg, allavega ekki fyrir mig! Ég heimta fleirri krútt frá ykkur! :)
En ég held að 3 sé fín tala, passar í bíl og svona...
Sakna ykkar ROSALEGA mikið! Hafið það gott! :*
Skrifa ummæli