Nú er verið að leggja lokahönd á leigusamninginn. Jabb jabb þetta er að koma!
Úff enginn smá léttir. Við vissum auðvitað að þetta myndi ganga en eftir þá fyrstu þrjá sem komu og skoðuðu þá getum við ekki neitað því að bjatsýnin fór úr 10 í 3. Sem dæmi þá fékk Dísa eftirfarandi sms: "Heyrðu sko okkur líst rosalega vel á íbúðina og langar rosa að leigja hana en erum að spá hvort að þú getir nokkuð hringt til baka því ég á ekki inneign".
Best að eiga ekki fyrir inneign en eiga fyrir leigu og ekkert gefins leigu.
Já eftir þetta leist mér nú ekkert rosalega á blikuna. Einn fimmtudaginn í sömu viku átti að sýna þremur. Einn mætti og hinir tveir voru bara búnir að gleyma þegar það var hringt í þau. Ahaha gott!
Eftir að líða tók á ágústmánuð fór aðeins bjartara lið að hringja. Við teljum okkur nú hafa fundið gott fólk og ekki skemmir fyrir að leigjandinn á sama afmælisdag og ég.
Getur bara ekki verið annað en ljúfmenni, eða hvað? Við sjáum til.........
Er líka með spæjó í hverfinu svona til vonar og vara. Maja vinkona er í næstu blokk og ég treysti því að hún sé búin að koma upp kíki á góðum stað. Mamma og Dísa er líka búnar að ræða við konuna á neðri hæðinni um að vakta svæðið og hún lofar að láta okkur vita ef hávaði fer yfir 20 desibel....
mánudagur, ágúst 20, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Vona að við höfum valið rétt.Við komum líka til með að hjóla og ganga fram hjá öðru hverju. Svo það verða sæjarar á hverju horni. ma og pa.
Já ekki spurning, fékk lánaðan stjörnukíki og er búin að koma honum fyrir í herbergisglugganum sem snýr að ykkur ;) neh segi svona. En maður er alltaf á rúntinum fram hjá og kíkir upp í gluggana, það er líka gott útsýni frá mömmu og pabba húsi þannig að þetta er alveg safe ;)já það eru sko spæjarar út um allt hverfi, grey manneskjan kemst varla á klósettið óséð....segi nú bara svona, hahahahha
Maja
Frábært að þetta sé allt saman klárt.. snilld þetta með inneigninga. Og vá hvað þið eigið góða að :-)
Skrifa ummæli