Læt eina mynd úr Empire State fylgja svona í lokin fyrir þá sem eru búnir að gleyma hvernig við og NY lítum út ;)
mánudagur, júní 11, 2007
Start spreading the news, Im leaving today.........
Já við erum komin heim eftir frábæra ferð. Skoðuðum fullt, sváfum fullt, versluðum fullt, borðuðum fullt af góðum mat og bara nutum þess í botn að vera barnlaus og allslaus. Það er bara einhvern veginn alltaf svo gaman að koma til Ameríku og New York með sinn sjarma klikkar aldrei. Vika af mannmergð og háhýsum var þó alveg nóg í þetta sinn og bara notarlegt að snúa aftur í danska kúltúrinn. Við gengum hreinlega frá morgni til kvölds og erum á þeirri skoðun að suðurhverfi Manhattan þá aðallega Soho og Greenwich village hafi heillað okkur mest í þetta sinn. Anna á þrítugsaldri var einhvern tíman alveg ákveðin í því að prófa að búa í kjarna stóra eplisns en ég held að Annan á fertugsaldri myndi örugglega frekar velja hús í rólegu suburbi með hengirúmi í garðinum og rólubekk á veröndinni. Við tókum einmitt businn einn daginn og heimsóttum Eddu í New Jersey sem var mín hægri hönd þegar ég var þar sem aupair 17 ára. Það var voða gaman að hitta hana og Óskar frænda sem var ákkúrat í hemsókn hjá kellu. Það var heldur ekki leiðinlegt að hitta Ingu Huld og lenda á smá vinkvenna girly-talki með bjór og sushi. Verst að hafa ekki hitt á sýninguna sem hún fékk inná í lok júní - ekki slæmt að eiga það á cv-inu sínu að hafa verið með verk á sýningu í NY. Listamaðurinn í hópnum að gera góða hluti!
Læt eina mynd úr Empire State fylgja svona í lokin fyrir þá sem eru búnir að gleyma hvernig við og NY lítum út ;)
Læt eina mynd úr Empire State fylgja svona í lokin fyrir þá sem eru búnir að gleyma hvernig við og NY lítum út ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ohhh sakna strákanna svooo!!! og ykkur auðvitað ;) hlakka til að fá ykkur heim...
á ekkert að blogga???
Skrifa ummæli