miðvikudagur, júní 27, 2007

Tónleikavika

Við erum að nýta okkur kosti þess að búa í stórborg í botn þessa dagana og skelltum okkur á tvo stórtónleika í vikunni. Justin Timberlake hélt svaka show í Parken á laugardaginn og ég slóst í för með hópi íslenskra kvenna héðan og þaðan úr borginni. Parken var þéttstappaður og þegar 53000 manns taka rækilega undir "cry me a river.... úúú......jejejejej....." (sem var u.þ.b það eina sem ég kunni) þá er bara ekki annað hægt en að komast í gírinn. Það var sem sagt brjálað stuð og Justin alveg að fíla Danina. Hann stoppaði líka annað slagið til að segja áhorfendum hvað hann elskaði þá mikið og annað sem amerískir tónlistamenn segja á sviði en var yfirleitt blístraður og klappaður í kaf sem var ágætt því röddin fannst mér alveg klúðra töffara-metró-lúkkinu.

Í gær var það svo Pearl Jam. Við keyptum miðana á svarta markaðinum fyrir mörgum mánuðum og því hefur verið beðið eftir tónleikunum með mikilli eftirvæntingu. Tónleikarnir voru haldnir í Forum og voru um 15000 aðdáendur á staðnum. Styrmir er held ég ennþá sveittur og í sæluvímu enda bestu tónleikar sem hann hefur farið á að hans sögn. Ég get alveg tekið undir að góðir voru þeir en ég held að þeir deili nú samt fyrsta sætinu á mínum lista með Katie Melua. Eddie Vedder var líka smá svona I love you man en hann mátti það alveg, var smá emotional þar sem að síðustu tónleikar hans í Danmörku enduðu eftir ca. 3 lög með eftirminnilegum hætti. Við Styrmir vorum einmitt á þeim tónleikum, fyrir 7 árum síðan og það er sko hægt að segja að þessir tónleikar bættu heldur betur upp fyrir það sem við misstum af síðast.

Nú verða ekki fleiri tónleikar í bráð. Hefði svo viljað sjá Noruh Jones sem ætlar að spila hér 5.ág og heima á Íslandi í sept. En það er víst ekki hægt að vera hér og á Íslandi á sama tíma.
Það verða örugglega geggjaðir tónleikar - gæti trúað því..

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að fá blogg frá þér aftur Anna mín, maður var farinn að bíða spenntur ;) er alltaf að tékka á blogginu þínu. Hafið það svakalega gott, vonandi sjáumst við smá þegar þið komið til Íslandsins góða.
Kær kveðja
Maja og co....

Halla sagði...

Frábært að þið skemmtuð ykkur. Við skemmtum okkur líka heldur betur heima.

Guðrún Birna sagði...

Var einmitt á PJ 2001 og það var auðvitað alveg hrikalegt. Frábært hvað þið skemmtuð ykkur vel núna :-) Annars er ég að fatta að það er uppselt á Noruh en það vildi hvorteðer engin fara með mér - þannig að sniff sniff. Förum bara saman næst!

Nafnlaus sagði...

oh men, ég hefði sko viljað fara með þér GB, en ég held að það hafi orðið uppselt strax...lítill séns á að fá miða.
Við hlökkum mikið til að sjá ykkur "útlendingana" eftir rúma viku!!!
kv, Áslaug