sunnudagur, maí 13, 2007

stofustáss eða snobb

Eiginmaður minn er voða liberal þegar kemur að flest öllu nema "snobbinu" í mér. Ég kalla þetta að sjálfsögðu ekkert annað en góðan smekk og alls ekkert snobb og tel mig yfir höfuð mikinn fagurkera eins og dömurnar 3 í Innlit útlit myndu orða það. Eftir þessa stuttu dvöl mína hér í Danmörku hefur þetta bara versnað ef eitthvað er. Danir eru náttúrulega þekktir fyrir allt annað en lummulegheit og teljast til smekklegri þjóða þegar kemur að hönnun. Ég dró Styrmi með mér í eina svona mublubúð um daginn og benti honum á hvaða hlutir gætu sem dæmi gert fínu stofuna okkar enn fínni. Hann var ansi hrifinn bara - prófaði hina og þessa stóla en hjá mér voru aðeins 2 á óskalistanum. Já honum fannst þeir líka bara nokkuð flottir.....þangað til hann leit á verðið. Eiginmaðurinn gat engan veginn sannfærst þrátt fyrir feiknagóða söluræðu (ég hefði hins vegar bókað fengið vinnu á staðnum ef gaurinn hefði skilið íslensku). Verðmiðinn var verðmiði á allt öðru en stólum að hans mati og ég get svo sem verið sammála því (að einhverju leiti). Þegar ég svo minntist á að húsgögnin bæru nöfn, svo merkileg þau væru, þá var honum öllu lokið. Húsgögn heita ekki nöfnum eins og egg eða svanur fékk ég að heyra - heheh já þar hrundi söluræðan.
Við áttum sem sagt skemmtilegan dag í Olsens möbler eða hvað búðin nú hét og vorum alls ekki svo sammála, eins og fyrri daginn.

Ég lét mér því nægja að fara á einn loppemarkað í staðinn og festa kaup á krúttlegum litlum forstofu kolli fyrir heilar 100 kr. og eftir að hafa sett hann í nýtt dress lítur hann hreint ekkert verr út en hver önnur sessa (eða þannig). Kallinum finnst það alla veganna - listfrömuðinum mikla.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahahhaha Ji ekki fara með Styrmi í Saltfélagið, hann fengi slag á staðnum. Ikea sófinn okkar er minna virði en rykið á sófunum þar hohoho...

Nafnlaus sagði...

Anna þú ert einn mesti fagurkeri sem ég þekki og snillingur í að gæða gamla hluti nýju lífi (sbr. rauðu stólarnir þínir tveir :) ) Forstofustóllinn er glæsilegur! En er ekki tilvalið að nota tækifærið í Dene og fjárfesta í egginu, er þetta ekki margfalt dýrara á klakanum? :)
kv.
Lilja

Rassabollur sagði...

Nú held ég að ég verði að vera sammála Styrmi UPP AÐ VISSU MARKI... athugaðu - ekki algjörlega sammála.

Ég hef í ófá skiptin dregið Pippa með mér inn í svona búðir (þarf nú ekkert að "draga" hann endilega, enda maðurinn fagurkeri mikill inn við beinið) og mér blöskrar oft verðið þegar ég fer svo að líta á samsetninguna á hlutnum...svo bætir samviskupostulinn Pétur alltaf á andúð mína á verðinu með því að benda mér hvað manneskjan sem bjó til hlutinn (ath ekki hönnuðurinn heldur smiðurinn eða verksmiðjuþrællinn) fékk í sinn hlut fyrir verkið.
Ég held að P hafi hæfileika til að fá sjálfan páfann til að fá samviskubit - ef honum sýnist svo.

En...minn tími mun koma - með fansí sófa og glingri um alla veggi, glingri sem kostar löpp og nýra.
Og kreditkortið mun glóa í veskinu því það verður svo mikið sjoppað.
Það verður líklega á sama tíma og ungarnir eru hættir að pissa í sófann og klína spaghetti undir eldhússtólana.

P.s. Svo finnst mér ferlega ónotalegt að sitja í svaninum og egginu. Er einhver sammála mér?

Kv. Arney uppstairs

Anna K i Koben sagði...

Damn...... fuglarnir og eggin ekki að fá góða dóma. Mér sem leið svona helv... vel í egginu - fannst ég bara eins og ungi í eggi, hehee.... Eða kannski tókst verðmiðanum að láta mér líða þannig.

akg