Nú styttist í að krónprinsinn verði 3 ára. Við foreldrarnir lendum degi fyrir afmælið hans með fullar töskur af einhverju spennandi frá ameríkunni, geri ég ráð fyrir. Eftir gott spjall við GB skilst mér að það sé ekki hægt að sleppa playmó kastala og sjóræningjaskipi enda eiga sjóræningjar hug hans allan. Samkvæmt áræðanlegum heimildum kostar 30 dollara (2000 kr ísl) sjóræningjaskip heilar 16 þús krónur í leikfangaverslunum klakans og 50 dollara (3500 kr) kastali einhver 20 þús. Já það er greinilega dýrt að flytja leikföng yfir hafið - eða maður myndi halda það skv. álagningunni. En við sjáum til hvað lendir í töskunum. Hann vill Bí barró (Jack Sparrow) og sverð og skjöld og sjóræningja og sjóræningjaskip og og og og.........
Já það verður stórveisla 7.júní því ekki aðeins verða amma Greta og afi Gunni á svæðinu heldur eru amma Dísa, afi Óskar, langamma Gugga og langamma Páls búin að kaupa sér miða út til að fagna stórafmælinu. Ekki slæmt það.
Hann telur niður dagana í afmælið - eða þannig, segist alltaf eiga afmæli eftir 4 daga :) Nú erum við hins vegar að ákveða hvernig við eigum að koma því í orð þannig að hann verði sáttur að mamman og pabbinn ætli fyrst að skella sér í skemmtiferð til New York áður en afmælið verður. Mamman og pabbinn í burtu í 6 daga - geri ráð fyrir að það þurfi lagni við þá samningagerð......
3 ummæli:
Já það verður tekið með trompi afmæli krónprinsins. Okkur hlakkar rosa til og ekki má gleyma að tvær yngisfrænkur hafa slegist í hópinn, Elísabet Inga og Þórunn Eva svo þetta verður heljarinnar innrás frá ísaköldu landi.
Það er sko örugglega hægt að gleyma sér í dótabúðum NY borgar. og ekki verra að dollarinn er bara 62kr ;P
Til hamingju með 3 ára stúfinn!!!
Knústu krónprinsinn frá okkur á T9.
FIA
Til hamingju með gaurinn ykkar!!
kveðja, Áslaug og co
Skrifa ummæli