mánudagur, apríl 16, 2007

Talan hækkar

Síðasta sinn á þrítugsaldri og því var dagurinn haldinn hátíðlegur föstudaginn 13. síðastliðinn. Ég kom í heiminn þennan sama dag fyrir 29 árum og var næstum lent í tojaranum. Mesta mildi að móðir minni tókst að beina mér á annan lendingastað - sem betur fer. Ekki mjög heillavænlegt að byrja ævina í klósettskálinni.
Mér finnst algjörlega bráðnauðsynlegt að halda upp á daginn og eiginlega bara mikilvægara og skemmtilegra eftir því sem aldurinn færist fram. Dagurinn hefur þó breyst lítillega með árunum, þróast ef svo má segja - frá stólaleikjum og setudansi í skemmtilegan dag með fjölskyldunni.

Dagurinn byrjaði á því að þeir feðgar vöktu mömmuna með pakka og knúsi. Birgir hafði farið með pabba sínum í búðir daginn áður að leita af bangsa handa afmælisbarninu en þegar þeir komu heim tilkynnti sá litli mér að þeir hefðu ekki fundið bangsa en keypt Ipod í staðinn :) Það sem eftir var af deginum var bara dejligheit og veðrið ekki af lakari endanum - 18 stig og sól. Björg bakaði handa mér gulrótarköku og við Styrmir eyddum deginum með 3 gaurum í tívolíinu, sem var opnað þann sama dag eftir vetrarlokun. Hrafn vinur okkar fór með okkur og ekki hægt að segja annað en að það hafi verið mikið stuð hjá okkur öllum. Dagurinn endaði svo á sushi og hvítvíni eftir að strákarnir voru sofnaðir.

Þúsund þakkir fyrir kveðjur og pakka xxx

4 ummæli:

Unknown sagði...

Innilega til hamingju með daginn Anna mín, þú hefur greinilega haft frábæran dag og ekki annað að heyra en ykkur líði vel í Köben - frábært :o)

Kv. frá klakanum, Inga Steinunn

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn Anna - gaman að eiga svona yndislegan dag í góða veðrinu með fjölskyldunni. Óskum ykkur líka gleðilegs sumars og hlökkum til að hitta ykkur fljótlega - spurning hvort þið komið 12.maí í Eurovision partý - Matta verður hjá okkur líka og örugglega Ella og Luca.
Kv Aníta og co

Anna K i Koben sagði...

Já það væri gaman.

VIð spjöllum þegar þið komið aftur út.

kv.anna

Nafnlaus sagði...

innilega til hamingju með afmælið, anna mín.
kærar kveðjur til ykkar allra.
anna jó.