Við héldum smá afmæliskaffi þar sem afi gamli var látinn blása á 50 kerti, fórum í dýragarð, í Bakken, gengum um Íslendingaslóðir undir leiðsögn Guðlaugar Arasonar og fórum til frændfólks okkar í Svíþjóð svo eitthvað sé nefnt. Það var gaman eins og alltaf að koma til Håssleholm. Eins og á 5 stjörnu hóteli - uppábúin rúm fyrir alla og matseldin -ekki út í hana.
Við fengum líka páskasendingu frá báðum ömmu og afa settunum. Páskar eru náttúrulega ekki páskar án páskaeggja. Málshættirnir voru góðir í ár.
"Flest verður nýtnum að notum" - mikið sannleikskorn í þessu - Ég túlkaði málsháttinn mér í hag. Söfnunarárátta mín hefur notagildi á endanum. Við hjónin erum nefnilega ekki sammála um notagildi hluta sem ekki hafa verið notaðir í einhvern tíma. Styrmir segir alltaf henda en ég geyma.
"Ekki eru allar ferðir til fjár þótt farnar séu" - Við erum einmitt stödd í einni slíkri - ekki til fjár, alla veganna ekki eins og er en örugglega til mikillar lífsreynslu fyrir okkur öll.
"Allt sem þú þarft í lífinu er þekkingarskortur og sjálfstraust" Hehe góður og ekki svo vitlaus. Hverjum líður betur en litlu barni sem er fullt sjálfstrausts og hefur ekki glóru um allt það sem skekur heiminn.
7 ummæli:
Hæ Anna mín!
Innilega til hamingju með afmælið í dag. Vonandi áttu góðan dag. Farðu samt varlega --> föstudagurinn 13 ;)
Heyrumst
Maja
Til hamingju með daginn ;)
Kveðja Hildur (frænka)
Hæ hæ elsku afmælisbarn :)
Innilega til hamingju með afmælið, knús og kossar
Ingibjörg
Til hamingju með daginn elsku Anna mín, hafðu það ofsalega gott í dag!
Til hamingju með afmælið elsku Anna. Ég vona að dagurinn sé búinn að vera rosa góður.
Knús Hrefna
Hæ til hamingju með daginn á föstudaginn. Ég mundi það þegar ég var í vinnunni og svo gleymdi ég því þegar heim var komið. Uss uss uss. Er að vinna með einni sem er alveg nákvæmlega jafn gömul þér.
Kveðja,
Linda.
Djí sá í blaðinu að það er spáð 18 stigum og heiðskýru hjá ykkur í dag!
Skrifa ummæli