Uhhhhuuuu.......................
Ég var búin að fylla myndavélakortið mitt af skemmtilegum myndum og svo þegar ég settist við tölvuna og ætlaði að flytja myndirnar á hana þá bara virkaði kortið ekki. Svo ég fór með hana í búðina því myndavélina fékk ég í jólagjöf og því sama sem ný. Kortið var dæmt ónýtt og allar fínu myndirnar glataðar. Myndir frá skemmtilegum afmælisdegi, tívolíferð, strandarferð og fleira og fleira.
Jæja jæja best að gráta ekki það sem er glatað.
Nú vinn ég markvisst í því að taka myndir svo að ömmur og afar og aðrir áhugasamir fái nú að sjá drengina á þessum fínu vordögum.
anna tölvunörd
laugardagur, apríl 21, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Oh en svekkjandi! Þetta er vesenið með helv digitalið. Hitt tók lengri tíma, en þá fékk maður þó myndir. Misgóðar þó...hoho
Keep up the good work!
Skrifa ummæli