Tíminn flýgur og ekkert segir manni það betur en ungviðið. Litla barnið mitt er að verða 3 ára í sumar. Einhvern veginn finnst mér 2.ára vera dáldið mikið smábarn en 3.ára...... þá er maður officially orðinn krakki. Svo er líka hitt litla barnið mitt sem fæddist í gær að verða 1.árs.
Já hérna hér.....
Ekki nóg með að börnin mín vaxi ansi hratt úr grasi heldur er litla systir mín að fara að taka bílprófið í sumar. Er ekki viss um að unglingurinn sé spenntur yfir því að flokkast til ungviðs eins og í þessum pælingum en á sama tíma veit að það er svo sem ekkert litið á gömlu systurna sem unglamb heldur.
Mér fannst það einmitt svona semí fyndið þegar systir mín sem er ekki nema 7 árum yngri en ég fór að tala um "gamla liðið" í bekknum sínum og þegar ég spurði hvað þeir sem tilheyrðu þeim flokki væru í rauninni gamlir þá reyndust þeir vera á mínum aldri.
Hummmm.........
Já hérna hér.....
Ekki nóg með að börnin mín vaxi ansi hratt úr grasi heldur er litla systir mín að fara að taka bílprófið í sumar. Er ekki viss um að unglingurinn sé spenntur yfir því að flokkast til ungviðs eins og í þessum pælingum en á sama tíma veit að það er svo sem ekkert litið á gömlu systurna sem unglamb heldur.
Mér fannst það einmitt svona semí fyndið þegar systir mín sem er ekki nema 7 árum yngri en ég fór að tala um "gamla liðið" í bekknum sínum og þegar ég spurði hvað þeir sem tilheyrðu þeim flokki væru í rauninni gamlir þá reyndust þeir vera á mínum aldri.
Hummmm.........
Ég streitist á móti þeirri staðreynd að ég sé að verða gömul enda er 30 ára enginn aldur. En á sama tíma man ég eftir því að hafa verið að uppfarta í afmæli föður míns þegar hann náði þeim
Ég er algjörlega komin á þá skoðun að tölurnar segja lítið. Það er miklu frekar hvernig maður lítur á hlutina og túlkar þessar tölur.
Hver myndi t.d halda að þessi skvísa væri 68 ára?
Stefni á að verða eins og Tina þegar ég næ þessum aldri.
Ekki spurning. Rokk - amman það er ég.
3 ummæli:
Þú ert svo ung skvís.. foreldrar þínir eru nú líka svakalega ungir... miðað við mína t.d.
En mér finnst tíminn einmitt alveg fljúga og ég er ekki að ná því að BF sé bara alveg að verða 1 árs. Rosalegt!
Knús og baráttukveðjur,
GB tuttuguogeitthvað ;-)
Heyr heyr!
Maður er aldrei eldri en manni finnst maður vera! Ég er t.d. búin að vera tvítug í þrjú ár og ætla að halda því áfram í nokkur í viðbót.
Nákvæmlega!
Fyndið ég er einmitt bara 23 ára..... ótrúlegt hvað bilið styttist á milli manns og þeirra sem eru yngri ;)
akg
Skrifa ummæli