sunnudagur, febrúar 25, 2007

sunnudagur til sælu

Enn einn sunnudagurinn brátt á enda og ný vika framundan. Hlaupabólurnar 2o sem hafa gert vart við sig virðast ekki ætla að valda miklum usla. Enginn hiti, smá kláði og pirringur en að öðru leyti nokkuð vel sloppið frá þessum annars óskemmtilega gesti. Við höfum tekið upp siði pollýönnu undanfarna daga og fundið fjöldan allan af kostum við að fá hlaupabóluna á þessum aldri en vonum þó að nú fari veikindadögum fækkandi. Engar bólur hafa fundist á litla krílinu en þær geta nú ennþá birst þó þær hafi ekki látið sjá sig fram að þessu.

Vorum annars í skemmtilegu barnaafmæli hjá Almari vini okkar á 5.hæð og hittum þar aðra skemmtilega krakka og fullorðna. Alltaf gaman og bráðnauðsynlegt að komast á góð mannamót.

Valgerður vinkona Bjargar hefur verið gestur á heimilinu undanfarna daga og höldum við uppteknum hætti og fögnum gestum með veikindum á heimilinu. Við Styrmir njótum þó alltaf góðs af því að fá gesti til Bjargar því í kvöld skelltum við okkur á kaffihús og áttum góðar hjónastundir saman, spjall og bjór.
Verður ekki mikið betra.

Annars er amma Dísa væntanleg og hlökkum við mikið til að fá kellu. Lofum veikindalausum dögum og nýrri dýnu ;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Anna, þarf að stilla inn hitann manúalt á þvottavélinni (ekki uppþv.vél)? Er ekki nóg að stilla á visst prógramm og þá er hitinn skv. því? Sá allt í einu að það er sumsé hægt að stilla hitann á öðrum takka og fór að velta þessu fyrir mér. Fékk nett áfall yfir því að ég hafi kannski verið að þvo tuskur á 40° en ekki 90°...haha

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ og til ,,hamingju" með hlaupabóluna!

Við kláruðum þetta fyrir jólin og það er voða gott að vera búin. Til að taka þátt í Pollyönnu umræðu þá hef ég eftirfarandi innlegg: þú þarft þá ekki að taka frí frá vinnu vegna hlaupabólu hjá Birgi í framtíðinni. Einhver sagði mér með ungabörnin að ef þau fengju þetta fyrir 6 mánaða aldur gætu þau fengið þetta aftur. Samkvæmt því ætti Arnar Kári að fá þetta bara einu sinni ef hann fær bólur núna. Annars eru nú allskonar útgáfur af þeim upplýsingum.

Gaman var að lesa af snóævintýrum Danans. Þetta er alls staðar eins (nema hér) því um árið missti ég af Portúgalsferð vegna snjókomu í Bretlandi þegar við vorum þar. Allt í lamasessi út af litlum 10 cm.

Vonandi fer veikindadögum fækkandi hjá ykkur.

Linda pikk glaða á þinni síðu.

Kveðja,
Linda.

Anna K i Koben sagði...

Takk fyrir skemmtileg innlegg ;)

kv.anna