þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Little miss sunshine

Ætla að halda uppteknum hætti og tala um bíómyndir. Við horfðum á eina góða fyrir skömmu. Little miss sunshine heitir hún og kom ansi skemmtilega á óvart. Eins og fyrri daginn vissi ég ekkert hvað ég var að fara að horfa á.
Aftur dáldið góður boðskapur og ádeila á amerísku barnastjörnu dýrkunina. Allar þessar fullorðinskeppnir í barnaheimi geta bara ekki verið góðar óþroskaðri sál.
Britney Spears varð einmitt fræg eftir disneyhæfileikakeppni einhverja og sjáið hvernig farið hefur fyrir henni greyinu. En allra verst fór þó fyrir litlu bandarísku fegurðardrottnignunni sem var nú bara venjuleg sæt lítil stelpa sem var troðið í tjúllkjól og máluð eins og gleðikona, til þess að fá titillin little miss Amerika. Hvað er að þessum foreldrum. Eigum við ekki að vernda börnin okkar en ekki að kasta þeim út til hákarlanna löngu áður en þau verða synd.
Frasi fjölskyldunnar á AHG þessa dagana "there are only winners or loosers" er hafður eftir "heilbrigða" pabbanum úr myndinni. Mæli með henni með poppi og kókí og kannski smá nammi.
Já þessi mynd fékk bara heilar 5 stjörnur af 5 mögulegum.

1 ummæli:

Guðrún Birna sagði...

Takk fyrir góð bíóráð. Ég bíð spennt eftir little miss á vídeó. Þá verður pottþétt popp og kók og kannski nammi í skál - ala Anna :-)
Knús,
GB