fimmtudagur, febrúar 22, 2007

hlaupabólan.........

.....er mætt á svæðið. Fundum 3 rauðar bólur í gær og núna þegar hann vaknaði voru þær orðnar 7 talsins. Veikinda"fríið" heldur því áfram. Doktor.is segir að sjúkdómurinn vari í 7-10 daga svo að næstu viku verður varið heima að framleiða leirskúlptúra, málverk, kubbahús og byssur, horfa á spólur og hlusta á hljóðbækur. Kannski hendum við bakararnir í eins og eina köku og síðast en ekki síst reynum að hafa það ofur huggó. Svo er bara að vona að Arnar Kári sleppi við bólurnar því ungabörn sem fá hlaupabólu eru víst ekki alveg örugg um að fá hana ekki aftur.

Köben er annars á kafi í snjó þennan daginn. Snjóstormurinn eins og þeir kalla snjókomuna í gær tókst að hylja jörðina með 10 cm þykku hvítu lagi og nú eru samgöngur í lamasessi - lestar og strætisvagnar ná engan veginn að halda tímaáætlunum. Styrmir hringdi í mig í morgun þegar hann loksins komst í skólann, tæpum 2 tímum eftir að hann lagði af stað að heiman, og þá var bara heill bekkur veðurtepptur heima og tímanum aflýst. GREAT!
Ok segi ekki orð - held að helmingurinn af þeim sem segjast veðurtepptir hafi valið sér nýtt og betra orð yfir leti. Kommon, klæða sig vel og drulla sér í skólann. Það gerði maðurinn minn eftir að hafa lært til miðnættis, vaknað við guttana sína alla veganna 2 sinnum í nótt og farið framúr fyrir 7. Hann er líka ofurmaður :)
Útvarpsmaðurinn á fm 100 - hvatti alla nema konur í hríðum að halda sig heima í dag....
Hvað er málið Danir - rífa sig uppúr rúmunum og drífa sig út í snjóinn.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skemmtileg frásögn af Dönum og snjónum - þetta er einmitt sama sagan hérna hjá okkur í Lundi. Vorum á hraðbrautinni í gærkveldi og það var bara allt í steik - bílar útaf og á hvolfi og lokuð hraðbrautin á móti og ég veit ekki hvað og hvað.
Vona gangi vel með hlaupabóluna - sem sagt bið á því að þið komið í heimsókn.
Kv Aníta

Nafnlaus sagði...

Alveg magnaðir þessir Danir! Var að kommenta um það nákvæmlega sama hjá Björgu, en þeir eru algjör grey! Meika ekki neitt, náttúrulega engir bílar á nöglum og allt fer á hvolf! Hahah. En grey Styrmir, hann er meiri ofurmaðurinn!

Nafnlaus sagði...

P.s. Ég man ennþá hvað mér leiddist hlaupabólan! Það var um sumar og ég gleymi því aldrei að þurfa að horfa á hina krakkana leika sér meðan ég sat inni. Allra síðasta daginn fékk ég að sitja útí hurð vel dúðuð og lét sólina sleikja á mér andlitið. Æskuminningar..

Nafnlaus sagði...

Ég verð að viðurkenna að ég er ekki eins dugleg að kommentera eftir að þið fenguð þetta frábæra símakerfi, höfum verið í sambandi daglega síðan, ég trúi þessu vara fyrr en símareikningurinn kemur.Já þessi veikindi eru leiðinleg en það er ágætt að ljúka þessari hlaupabólu af. Vonum bara að Arnar fá hana ekki strax. Kv mamma.