Sit með kaffi lattó og nýt friðarins á heimilinu þessa stundina. Arnar Kári sefur og Birgir Steinn skrapp upp í smá heimsókn til Almars sem býr uppi á 5.hæð. Keypti mér tímaritið Boligliv í gær þegar ég fór að versla og það hefur beðið þessarar stundar núna í heilan sólarhring. Því sit ég og dáist að dönsku heimilunum. Danirnir leggja nefnilega mikið uppúr því að endurnýta gamlar mublur enda eru loppemarkaðarnir ansi vinsælir hér í bæ og líka nokkuð flottir. Íbúðirnar eða húsin sem blaðamaðurinn heimsækir hafa mikinn sjarma - sum húsgögnin bera þess greinilega merki að vera mjög gömul en önnur eru kannski jafn gömul en í nýjum búningi. Nýbólstruð, pússuð og máluð.... mjög flott og mjöööög spennandi.
Tíðarandinn og tískan heima er hins vegar dálítið öðruvísi - þar er mest móðins eins og hún amma mín heitin myndi orða það að kasta öllu gömlu út fyrir annað glænýtt og betra. Mér finnst það líka mjög flott en þessir gömlu hlutir eiga núna hug minn allan. Ég hef leitað að loppemörkuðum eins og þeim sem ég finn hér lengi - hef gefið kolaportinu séns en guð minn góður að það skuli vera kallaður loppemarkaður er náttúrulega bara skömm. Verst að við skulum ekki hafa stærri geymslu sem ég gæti fyllt af góssi og dýrindismunum til að flytja heima á klakann þegar að heimferð kemur :(
laugardagur, febrúar 03, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Danirnir halda ekki vatni yfir shabby chic stílnum...
Já gamlir hlutir hafa sögu og sál, hef ekki veið mikið fyrir þá hingað til en er aðeins að volna fyrir gömlum hlutum.Sumir segja að þetta sé ellimörk, er ekki sammála.ma
Hehehe ertu að segja að ég sé orðin elliær??
Skrifa ummæli