fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Fimleikar fyrir gamlar kvinnur

Var að horfa á kastljósið frá því í fyrradag og langar bara að taka næstu vél heim og mæta í þessa fimleikatíma fyrir foreldra í Stjörnunni. Heillaðist einhver svona mikið eins og ég? Maður þarf ekki einu sinni að hafa verið í fimleikum til þess að vera með. Meðalaldurinn var 35 og allir í rífandi stuði.
Við nokkrar gamlar Gróttuskvísur höfum svo sem reynt að koma einhverju svipuðu á í nokkur ár með þó lítilli alvöru held ég því þetta varð aldrei af veruleika. Við mættum í nokkur skipti og urðum svo flestar óléttar minnir mig svo að þetta datt bara upp fyrir. Það vantaði held ég alltaf þjálfarann. Nú er hins vegar nokkuð öruggt mál að það verður stofnaður mömmuklúbbur úti í Gróttu og allar mömmur verða færar í handahlaup og flikk flakk.
Eruð þið konur eða mýs kæru kvinnur?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ef mér er boðið með þá er ég kona í eitthvað svona. Það væri alveg hægt að hóa í góðan hóp, hangandi brjóst og lafandi magi fengju aðeins að kenna á því. Ekki verður nú verra að geta skellt sér í dekur og notalegheit í nýju Laugar líkamsræktarstöðinni sem sprettur upp við hlið sundlaugarinnar. Öss þetta verður paradís ;)sérstaklega ef fimleikahúsið verður einhvern tímann stækkað....
Þú þarft nú reyndar líka að koma á klakann svo mömmuhópur geti orðið að veruleika ;)
Hafið það gott
Maja

Hrefna sagði...

Jeminn eini hvað ég væri til....eftir þetta verð ég kannski ekkert svo oft ólétt aftur þannig að ég er ALVEG til í þetta!!!

Hrefna sagði...

Jeminn eini hvað ég væri til....eftir þetta verð ég kannski ekkert svo oft ólétt aftur þannig að ég er ALVEG til í þetta!!!

Anna K i Koben sagði...

Hahahah - hangandi brjóst og lafandi magar verða af einhverju stinnu og sætu ;)

Hehehe góður punktur - verð örugglega ekki heldur ekkert svo oft ólétt aftur, hehe.

Hlakka strax til
og kíkið á kastljósið frá mán 29.jan held ég

Guðrún Birna sagði...

Ætli draumur minn um að læra handahlaup geti loks orðið að veruleika? Doubt it!
Betra að ögra ekki þyngdarlögmálinu meira í bili - brjóstin mega ekki við meiru eftir 2 börn og 100 mán. brjóstagjöf!
GB sófasekkur, sem líst ekkert á þessa vitleysu - jú Laugar og dekrið hljómar reyndar vel en hoppið ekki eins...

Nafnlaus sagði...

Hef ekki kíkt á bloggið lengi og veit að það er erfitt þegar þessi kríli eru lasin.Farðu bara í Pollý Önnu leik hugsaðu þér hvað þú átt heilbrigða og yndislega drengi.Já þetta reynir á taugarnar og erfitt hjá ömmu og afa að geta ekki hjálpað til.Það væri nú gott að komast í fimleika og fá smá útrás en það verður næsta verkefni þegar heim á klakann verður komið.Knús og kossar mamma.