föstudagur, janúar 19, 2007

djúsí matur og stuð

Ég er orðin endalaust þreytt á því að elda alltaf sama matinn. Ég á fullan skáp af góðum kokkabókum en einhvern veginn fæ ég mig ekki til þess að prófa nýjar uppskriftir. Þetta lítur allt svo vel á myndunum en þegar ég byrja að renna yfir uppskriftina þá er alltaf eitthvað sem stoppar mig. Við hér á Axel Heides erum að rembast við eitthvað heilsuátak sem segir ekkert nammi og hollur matur og því við hæfi að taka fram bókina hennar Sollu, Grænn kostur Hagkaupa. Ég fletti í gegnum hana og valdi út það sem væri gaman að prófa en .... gerlaus grænmetisteningur, pekanhnetur, kóríander, sellerístilkar, blaðlaukur, rauð chilialdin, mintulauf, cuminfræ, papaja sem dæmi, eru hráefni sem flæða ekkert úr skápunum. Nú höfum við Arnar Kári hins vegar góðan tíma á daginn til að rölta í matvöruverslanir og því eru engar afsakanir teknar gildar.
Sem hvatning til að brydda uppá nýjungum eru laugardagar hér á bæ - exotic dagar í eldamennsku. Þá skiptumst við á að sjá um laugardagsmáltíðina og frumskilyrðið er að enginn á heimilinu hafi fengið réttinn áður. Ég hef verið svo heppinn að vera boðin tvisvar sinnum í geggjaðan mat til Arneyjar uppi á fimmtu hæð og hef svo "stolið" hugmyndunum þegar ég á að sjá um laugardagsmáltíðina og fengið gott hrós fyrir :)

Talandi um mat að þá er Stella mágkona væntanleg til Köben og mér skilst að mamma ætli að fá að lauma eins og einu lambalæri með henni, nammi nammi nammmmm.

Og svo eru Áslaug, Gulli og Hera að koma til okkar næstu helgi og því mikil stemmning á heimilinu.
Lofa djúsí mat og stuði!

4 ummæli:

Guðrún Birna sagði...

Rosalega eruð þið sniðug! Stuðkveðjur til Dene :-)

Nafnlaus sagði...

Ofsalega finnst mér virðulegt að vera kölluð Stella mágkona hahahha!

Hver veit nema ég komi með töskuna fulla af góðgæti úr frystikistunni í Bónus! Þorrinn er genginn í garð og sonna...

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ.
Þetta er góð hugmynd með exotic laugardaga. Skil þig vel að hafa verið tvístígandi með leikskólann en það er nú hughreystandi að ,,leikskólakonurnar" hafi langan starfsaldur. Gaman að frétta að fleiri fylgjast með stóratburðum í lífi stórstjarna á borð við ,,Posh and Becks" eins og þau kallast í Bretlandinu. Þau hafa nú aldrei verið talin til gáfumenna svo þau passa kannski bara vel inn glamúrinn þarna. Vááá hvað ég er búin að blaðra, ætti kannski að fara að blogga sjálf...

Linda.

Anna K i Koben sagði...

Góð hugmynd Linda.
Go girl :)
kv.akg