sunnudagur, desember 03, 2006

vonbrigði og sæla

Íslenskir námsmenn hafa að okkur skilst hingað til fengið leyfi til þess að keyra bíl sinn í eitt ár án þess að greiða gjöld/tolla hér. Við höfum hins vegar fengið synjun á þessu leyfi og nú bíðum við eftir að fá að heyra hvað þeir segja við kærunni. Þ.e hvort að nánari útskýringar og röksemdafærlur okkar dugi til þess að fá þetta leyfi. Við erum reyndar ansi svartsýn því að þeir sáu ástæðu til þess að hafna bráðabirðaleyfi á meðan við bíðum eftir úrskurði kærunnar.
Mjög undarlegt - við erum hreinlega að spá í að senda Jóni Ásgeiri reikning ef að þeir hafna þessu endanlega. Nei andsk... ætli það geti verið að þeir séu virkilega svona pissed út í okkur - en... við erum frændur.

Ég hafði samband við leikskóla-Helle fyrir helgi og fékk að heyra að ástandið hefði ekkert breyst. Birgir Steinn væri enn nr. 15 á biðlista og ekki útséð að það losnaði pláss fyrr en í vor. Þegar ég spurði hana hvort hún væri ekki að meina apríl þá sagði hún að það væri bjartsýni því hún væri meira að tala um kannski maí - júní - júlí og jafnvel ágúst. Bíddu Halló Helle það köllum við sumar og næstum haust. En Helle er öll að vilja gerð og sagðist hafa eitt pláss á leikskóla í öðru hverfi. Við fórum því í leiðangur á föstudaginn og skoðuðum það sem er í boði og ...... æiiiiii ........... ekki urðum við beint heilluð. Þannig að þá er bara aftur á byrjunarreit.
Í gær, á laugardegi, kom svo bréf frá pladsanvisning þar sem stóð að Birgi Steini byðist pláss frá 1.jan á Anne Poulsen börnehave sem er einmitt leikskólinn í hverfinu okkar sem við sóttum um.
Ja hérna - gjörsamlega óskiljanlegt en ótrúlega ánægjulegt og ekki orð um það meir.

Já vonbrigði og sæla það er bara lífið hér eins og annars staðar á hnettinum.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært, þó ég viti að BS hefur það mjög gott hjá mömmu sinni og bróður þá hefur hann líka gott af því að hitta krakka á sínum aldri og leyfa mömmu sinni að hvíla sig svolítið á starfi uppeldisfræðings, leikskólakennara, sálfræðings, etc etc etc. Við erum farin að hlakka mikið til að hitta ykkur um jólin.
knús og kossar
áslaug og co

Guðrún Birna sagði...

Æðislegt með leikskólaplássið og frábært að þið fenguð inni á draumastaðnum. Sammála síðasta ræðumanni. Er BS ekki orðinn sleipur í dönskunni? Glatað samt með bílinn - vonandi er þetta bara misskilningur sem leiðréttist...
Teljum niður til jóla - það verður bara ÆÐI að hitta ykkur.
Knús,
GB

Nafnlaus sagði...

Já það hefur sýnt sig að maður á aldrei að gefast upp. Þetta hlýtur að ganga upp með bílinn líka trúi ekki öðru.Eins og ég segi ekki gefast upp fyrr en þið hafið góð rök frá þeirra hálfu. kveðja mamma.

Hrefna sagði...

Vá frábært að heyra. Til hamingju með leikskólaplássið.

Nafnlaus sagði...

til hamingju með plássið og gangi ykkur vel með bílamálið.
flott hugmynd með jón ásgeir :o)

Nafnlaus sagði...

Frábærar fréttir!! Það verður gaman fyrir hann að komast á leikskóla... og fyrir þig líka. Þó ég sé viss um að þessi tími hafi líka haft sína kosti :-).

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með plássið :) Helle hefur greinilega verið farin að vorkenna þér.... eða sér yfir því að þú hringir vikulega í hana!! hehe nei nei allavega flott að hann fái að fara á leikskóla og þú færð aðeins meiri tíma fyrir þig og Arnar. Við hlökkum líka mikið til að sjá ykkur um hátíðarnar!
Lilja