föstudagur, desember 08, 2006

svefnlausar mömmur og útsofin kríli


Ég lít reglulega inn á bloggsíður vinkvenna minna og barna þeirra og næ þannig að fylgjast með því helsta sem er í gangi hjá þeim heima. - Hef búið til svona ákveðinn rúnt á netinu sem ég kíki inná næstum daglega. Ég kalla það að "heimsækja" fólkið mitt -
Á rúntinum í gær las ég skemmtilega færslu hjá Guðrúnu Birnu minni en hún er á svipuðum stað í lífinu og ég þessa stundina. Við fórum nefnilega nokkrar vinkonurnar í stelpuferð til NY síðasta haust og var tekið svona líka svakalega vel á móti okkur tveimur þegar við komum heim að við hefðum næstum getað verið samferða uppá fæðingardeild 9 mánuðum síðar.
Alla veganna........ bloggið hennar er því á svipuðum nótum og mitt. Við erum helteknar af börnunum okkar enda snýst líf okkar 24-7 um kúk og piss, gubb og ropa og annað í þeim dúr. Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég las færslu hennar um svefnvenjur. Getur storkurinn hafa ruglast (farið með okkar barn til þeirra og öfugt) þegar hann flaug um landið þarna um mánaðarmótin júlí ágúst? Bjarka Frey svipar nefnilega meira til mín en til móður sinnar og Arnar Kári gæti sko alveg verið sonur hennar GB ef eingöngu er litið til svefnvenja.
Okkur Bjarka Frey þykir gaman að vaka lengi frameftir og ekkert betra en að sofa út.
GB og Arnar Kári sofna hins vegar fyrir allar aldir, gjörsamlega ómögulegt að ætla að halda GB lengur en til tíu í saumó því þá er þegar komið yfir hennar háttatíma og sonur minn er alltaf farinn í bólið fyrir 21. Að sama skapi eru þetta morgunmanneskjur sem vilja komast í gírinn áður en morgunblaðið er borið í hús.
Að þessu gefnu er nokkuð ljóst að þar sem að litlu yndin okkar eru samansett úr erfðaefnum tveggja einstaklinga þá hlýtur hinn aðilinn þ.e PABBINN að vera ábyrgur fyrir þessum agalegu ósiðum krílanna.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já kannast við svona morgunhana,hann Hrafn var alltaf vaknaður kl 6 sama hvenær hann sofnaði.Þið stelpurnar voru ekki alveg svona snemma á fætu i den.
mamma

Guðrún Birna sagði...

Þetta er alveg pæling.. eigum við að skipta um jólin? Hehe.
Held við hljótum að kenna köllunum okkar um!
Knús, GB