laugardagur, desember 09, 2006

Það mætti halda að ég hefði lifað í 1000 ár.

Ég man eftir að hafa kveikt á sjónvarpinu eitthvert fimmtudagskvöldið þegar ég var kannski svona 6 ára og þá eingöngu getað virt fyrir mér skjámynd sjónvarpsins undir háværu bíííbi. Síðan þá eru kannski liðin svona 22 ár og nú er sko aldrei bíííb í sjónvarpinu ekki nema það hafi hreinlega gefið upp öndina sem skiptir á flestum heimilum litlu máli því þá er bara að kveikja á hinu eða jafnvel öðru sjónvarpi. Ef svo óheppilega vill til að þú átt bara eitt sjónvarp þá geturðu alla veganna farið í tölvuna og horft á valda þætti í gegnum internetið... svo geturðu líka downlodað myndum og þáttum og horft á ýmislegt sem er ekki enn byrjað að sýna í sjónvarpinu. Ég valdi mér tölvunarfræði sem valfag í 10.bekk. Það var fyrsta árið sem tölvunarfræði var kennd við skólann og þótti mjög óspennandi valfag. Við vorum kannski 10 krakkar af öllum árgangnum sem völdum okkur þetta fag. Ég hefði betur sleppt því þar sem að kunnátta kennarans á þessu sviði var mjög takmörkuð eins og flestra annarra og því man ég eftir að tímarnir fóru í kjaftæði og bull, alla veganna ekki lærdóm. 13 árum síðar kunna allir á tölvur og heimurinn virðist varla funkera nema í gegnum tölvu. Lestarnar sem við ferðumst með eru tölvustýrðar og flugvélarnar gætu flutt okkur yfir hafið án hjálpar þeirra þarna framí. Við gætum þar að auki setið á rassg....... allan sólarhringinn og gert öll okkar viðskipti/samskipti í gegnum kubbinn. Það styttist líklegast í að við getum látið græða í okkur einhvers konar hleðslutæki svo að við þurfum ekki að sofa og borða. Margir kvarta yfir of fáum klukkustundum í sólarhringnum. Þeir nái ekki að klára hin og þessi verk – þarna er því lausnin. Með einni góðri hleðslu getur maður unnið eins lengi og maður vill án þess að þurfa að standa upp.
Internetið – sannarlega ekki bóla sem sprakk. Við fórum á bókasöfn til að ná í upplýsingar, eða spurðum einhvern sem vissi betur. Nú gúglarðu bara og þá færðu allar þær upplýsingar sem þú þarft á nó tæm. Fólk stofnar til sambanda jafnvel ástarsambanda í gegnum netið án þess að hafa hist. Ég þekki til nokkurra sambanda sem hafa byrjað á netinu og ég verð að segja að að flestu leyti líst mér miklu betur á þessa leið heldur en að leita af mr.right á barnum. En vantar samt ekki kemistríið þegar fólk talar saman án þess að sjást.... heyrðu neinei ....þá er það bara webcam.
Gsm- símarnir eru svo eitt enn sem var ekki til þegar ég var krakki. Jú einstaka ríkir pabbar voru með bílasíma og kannski enn færri og ríkari með talstöðvar-farsíma en enginn með farsíma á stærð við kreditkort sem hægt er að taka mynd á. Þá hringdi maður heim til fólks – ekki á matmálstíma og kynnti sig: hæ ég heiti Anna er ...... heima.......
Já og talandi um kreditkort – hvað var það.... það voru bara aurar og krónur og jú tékkahefti... Ég hlakkaði alltaf svo til að verða fullorðin og eignast tékkahefti en svo þegar ég náði þeim tímamótum ekki svo mörgum árum síðar þá voru tékkaheftin löngu dauð.
Já liðin er tíðin og tímarnir hafa heldur betur breyst – og ég er ekki einu sinni það gömul.Hvernig verður þetta þegar við erum orðin gömul. Dáldið scary tilhugsun.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rosa skemmtilegar pælingar hjá þér. Sammála þér með tékkaheftið, haha fúlt að við misstum af því. Hins vegar væri ég alveg til í svona hleðslutæki eins og þú talar um...þarf virkilega á því að halda í skólageðveikinni. Hugsaðu þér hvað þú yrðir rík ef þú gætir hafið framleiðslu á svoleiðis tæki, hehe. Hver var aftur að kenna tölvufræði í 10.bekk?
Nú erum við Gulli alveg að fara að bóka miða!! vúhúuú
kveðja, Áslaug

Nafnlaus sagði...

Það eru greinilega miklar pælingar í gangi hjá þér. Þú hefðir kanski ekki tíma til að pæla í þessu ef þú værir ekki heima með krúttin þín. En þetta er satt miklar breytingar á ekki lengri tíma.
mamma

Guðrún Birna sagði...

Jiii þetta er svo fljótt að gerast.. ég man líka þegar ég var að handskrifa ykkur bréf frá Austurríki - þó ég hafi líka sent meil. Kunni samt ekki að senda mörg í einu hehe. Gaman að þessu Anna Kr. mín kæra. Hvernig heldurðu að strákarnir okkar verði úfff? Ekki út í þá umræðu ;-) Knús, GB

Nafnlaus sagði...

Hæ skvísa,
alltaf svo gaman að lesa þessar hugrenningar þínar - og mikið er síðan þín orðin flott með þetta nýja útlit :)

bestu kveðjur - Guðbjörg

Nafnlaus sagði...

Þótt ég sé nú pínulítið yngri en þú Anna mín þá man ég eftir ýmsu rugli í sambandi við tölvur. Þegar ég var í 12 ára bekk skrifaði ég ritgerð og pikkaði hana inn í tölvu í fyrsta sinn. En ég kunni ekki að laga spássíurnar og fá þær beinar þannig að ég strokaði alla rigerðina út (2 bls. mjög langt fyrir 12 ára:)) og ýtti svo alltaf á enter og bilstöngina eftir hverja línu til að fá jöfn bil. Ji hvað maður var sveitó.... hahahaha
Kveðja
Maja