Ég byrjaði daginn á eftirfödselsgymmi með Arnari Kára. Sá auglýst svona námskeið fyrir nýbakaðar mæður og ákvað að skella mér. Kominn tími til að hrista skanka og svala forvitni um leið því það er sjúkraþjálfari sem stýrir þessu og því upplagt að fá smá faglegt input, hoho. Alla veganna.... gymmið var bara nokkuð skemmtilegt. Hún byggir þetta upp á rólegum léttum æfingum með Pilates ívafi og teygjum. Auk þess kennir hún æfingar fyrir ungabörnin, ungbarnanudd og slökun.... Arnar Kári var líka frekar sáttur bara. Fannst þetta bara skemmtilegt, brosti og skríkti og sofnaði svo í stólnum sínum alveg dauðþreyttur eftir alla leikfimina.
Þetta á víst ekki að duga mér því stefnan er tekin á annað gym hér rétt hjá. Verið er að bjóða uppá tveggja mánaða kort á slikk og því ætlum við Björg að skella okkur á brettin 2-3 kvöld í viku eftir að strákarnir eru sofnaðir. Já maður ætti að vera orðinn slank og fínn fyrir jólin. Hver veit nema maður komist bara jafnvel í kjólinn....
Eða það er planið!
mánudagur, nóvember 06, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Svaka dugnaður í gangi kona.... Kveðja MAJA
Það er aldeilis dugnaður.
kv.
Ásdís
Skrifa ummæli