þriðjudagur, október 03, 2006

Vi er hvide - vi er röde

Jæja þá byrjar maður að dissa. En ekki hvað. Þegar maður er vanafastur og íhaldsamur þá tekur bara tíma að sætta sig við nýja hluti sem virka kannski ekki alveg jafn vel og þeir gömlu gerðu.
Við pöntuðum internetið fyrir ca. 4 vikum og eigum eftir að bíða í aðrar 2 áður en við getum tengst veraldarvefnum svo nú er maður bara pirate og fer inná hjá nágrannanum. Heheh nágrannaárekstrar byrjaðir - ég bý nú í blokk ;).
Og svo ég haldi áfram þá reykir þessi þjóð meira enn andskotinn og hann reykir mikið - og ég HATA reykingar. Í lyftum, í stigaganginum í blokkinni minni, í búðum, á veitingastöðum - ofan í vagninn minn arggggg og bara alls staðar er reykjandi fólk. Kæmi ekki á óvart að liðið væri með rettu á hlaupabretti í gymminu. Hvar er hinn danski Þorgrímur Þráinnsson - need you bad!!!
Styrmir vill meina að Danir séu ekkert ligeglad heldur dáldið ferkantaðir - og alveg helv... latir.
Ég hef nú ekki kynnst þessari hlið þeirra en er spennt að sjá hvað mér finnst.
Danir fara úr vinnunni kl. 15-16 - vá hvað Íslendingar mættu taka það til fyrirmyndar - kannski ekki alveg þrjú en fjögur, alla veganna ekki sex eins og meðal Íslendingurinn gerir.... Nema hvað að núna bíðum við eftir rafvikja því þurrkara tengillinn er bilaður og þá er biðin eftir honum bara endalaus því hann er komin heim í faðm fjölskyldunnar fyrir fjögur.
Svo bíða allir voða þolinmóðir í 20 m. langri röð í Nettó - og enginn segir neitt, þrátt fyrir að það standi skýrum stöfum á skilti fyrir ofan kassann að ef fleiri en 6 bíði í röð þá eigi að hringja á annan starfsmann.

Þrátt fyrir þessa ókosti ef svo má kalla þá er mér strax farið að líða ofur vel hérna. Ég skil af hverju svo mörgum líður svo ofsalega vel í Danaveldi en ég get ekki alveg áttað mig á því enn hvað það er sem nákvæmlega veldur því - örugglega margt þó.
Veðrið er æði og hjá mörgum er það kannski bara það. Þrátt fyrir haustliti þá er dúnúlpan, trefillinn og vettlingarnir langt niðri í kassa. Sem Íslendingur í húð og hár þá þoli ég ekki þegar íslendingar í útlöndum dissa veðrið heima svo að ég ætla mér ekki að gera mikið af því - bara svona smá.

Vildi bara henda þessu í loftið á meðan ég tek ennþá eftir þessu því hver veit nema maður aðlagist fljótt og vel og verði farinn að smóka í röðinni í Nettó

akg

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahaha,ég sé þig í anda- með rettu í röðinni í Netto, kaupandi karton af sígarettum. Nei-eða ekki. Sé það ekki fyrir mér.
Kv, Áslaug

Nafnlaus sagði...

Hæ Anna og co.

Æðislega gaman að geta fylgst með ykkur á blogginu. Gott að ferðin gekk vel. Ef þig vantar að ferja dót yfir til Köben, þá fer ég út 19. okt. n.k. Hafðu bara samband. Vona að þið hafið það sem allra best.

Kv. Nanna Guðný.

Heklurnar sagði...

Fann bloggið!

Svo er líka svo þægilegt að það er hægt að kaupa pela af vodka á kassanum í Netto, fínt á leiðinni heim úr búðinni hahaha djók.

Fornhaginn er frábær og við erum að kynnast fólkinu í húsinu...

XXX Stella

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ

ég var að hringja í Brosbörn og verð ég bara að segja að ég er ekki brosandi... Gellan bannaði mér að skipta!!"#!"# Þannig að þú þarft að hringja í þau og afpanta tímann, ég vildi ekki afskrifa hann fyrir þig... sagði gellunni að þú myndir kannski koma heim eftir allt og fara í myndatöku.. ARG!"#"#$

Ings McPissed sem verður með heimagerð jólakort þetta árið!

Nafnlaus sagði...

Hæhæ! Vó ég vissi ekki að þú værir byrjuð að blogga fyrr en ég sá bara Annasys á blogginu hennar Bjargar! Hehe.. en good stuff anyways ;) En svo eru bara 30 dagar þangað til að ég verð hrjótandi á gólfinu hjá Björgu þreytt og lurkkum lamin eftir Tékkabúðirnar....hehe! Hafið það gott -Later-

Hrefna sagði...

Vá gaman að þú sért farin að blogga AK. Hef einmitt oft hugsað það í gegnum tíðina að þú ættir heima í bloggheimi...hefur eitthvað svo góða punkta.
Alveg sammála þér með danapirringinn...held að maður venjist þessu ekkert...þeir geta verið massaleiðinlegir. Þetta ligeglad dæmi á ekki við neitt nema bjórdrykkju, hassreykingar og vændi.
Ég er sko týpan í Nettó sem æði að kassadömunni og segi að það sé sko:"absolut tid til ad åbne en annen kasse, tak skal du ha" og þeir gera það alltaf. Er samt orðin mjög vön þessu "næste kunde" skilti sem Danir taka sem mjög alvarlegum hlut þ.e. spjaldið sem maður setur á milli varanna á færibandinu á kassanum svo maður rugli ekki sínum vörum við hinna. Jæja nóg í bili..er þegar búin að búkkmarka þessa síðu og hlakka til að fylgjast með og náttúrulega vonandi að sjá ykkur sem fyrst.
Hrefna Thor

BJÖRG sagði...

Hehehe, ég hef einmitt verið að spá í þetta með næste kunne skiltin!! Þau verða svo pist ef maður gleymir eða setur ekki skilti á milli vörunnar!!!
Vá þetta er ekki svona mikið mál... skil ekki hvernig þau geta pirrað sig yfir þessu en ekki löngu röðinni! SPES :)