sunnudagur, október 08, 2006

Rigningardagar

Það hefur rignt heil ósköp undanfarna daga hér í Kaupmannahöfn.
Það eru ekki bara pollar úti á götum því það var tekin ákvörðun eftir stuttar umræður foreldranna að drengurinn skyldi hætta á bleyju og það ekki seinna en núna. Því var bleyjan fjarlægð og þá fór þakið að leka.... Það er endalaust verið að þrífa upp polla hér á bæ og stundum aðeins meira en bara bleytu því lollarnir vilja ekki í klósettið. Nú á 4.degi er hann orðinn voða duglegur að segja til þegar hann þarf að buna en kemur sér hins vegar enn fyrir á notarlegum stað úti í horni til að sinna öðrum erfiðari verkefnum. Ég var gjörsamlega að gefast upp á laugardaginn því þá var spúlað í þrígang og ég get svo svarið það að ef það hefði gerst einu sinni enn þann sama dag þá hefði ég kastað upp. Ég hef ekki beint verið viðkvæm fyrir svona löguðu hingað til en þetta var einhvern veginn of mikið fyrir minn smekk. Fékk það bara staðfest að ég yrði ekki góður sjúkraliði. Respect !!!!
Það verður hins vegar ekki gefist upp og því skal þetta verk klárast - fyrr en síðar, takk fyrir.

Engin ummæli: