sunnudagur, október 08, 2006

Fréttir

Við styrmir höfum talað um það hversu mikið við söknum fréttanna á RÚV yfir kvöldmatnum og bara frétta yfir höfuð. Allur blaðabunkinn sem kom inn um lúguna á morgnanna pirraði mig alveg voðalega oft á tíðum en nú væri ég ekkert á móti því að fá hann. Veit hins vegar ekki hvort ég kæmist yfir 1/10 sökum anna en þó væri gott að fá moggann og fréttablaðið a.m.k. Þó að ég hafi nú ekkert alltaf lesið blöðin á morgnanna og jafnvel ekki einu sinni á kvöldin þá hafði það eitthvert sálfræðilegt gildi að fá þau inn um lúguna og mér fannst ég aldrei svona lost eins og núna. Ég les moggann á netinu en það er ekki eins - Ég fór að pæla í því fyrir helgi þegar ég tölti með gaurana út á róló að það gæti alveg eitthvað agalegt gerst eins og bara árásirnar 11.sept án þess að ég hefði hugmynd - ég væri bara að moka sandkökur og ýta rólum og vissi ekkert í minn haus.

2 ummæli:

Hrefna sagði...

Hæ Anna, þú getur líka keypt Moggann í sjoppunni á neðstu hæðinni í Magasin eða farið t.d. á Kaffihúsið sem er á Hotel Sankt Petri (á horninu á Nörregade og Krystalgade stutt frá nörreport). Ég fer stundum þangað og læt Örnu sofa í vagnum fyrir utan og fæ mér svo sæti við gluggann og les Moggann. Á bókasafninu sem er hér í hverfinu okkar er líka hægt að glugga í Moggann og þar er mjög kósý kaffihús líka og fínt að vera með gríslínga (svona lesskot og svona). Kannski er bókasafnið á Íslandsbryggju líka svona sneddí, það er á Njalsgade 15. http://www.bibliotek.kk.dk/bibliotekerne/findbibliotek/bry
Svo ætlaði ég einmitt líka að benda þér á að ég sá um daginn á www.jonshus.dk að þeir eru með opin hús á sunnudögum (amk stundum) og þá getur þú skoðað íslensk blöð og fengið pönnsur og malt og svona.
Man ekki eftir fleira í bili.

Hrefna sagði...

Já og eitt enn....bókasöfnin eru oft með allskonar sniðugt fyrir börn t.d. musikalsk legestue og leikrit og eitthvað. Hef reyndar aldrei farið í neitt þannig en það gæti verið sniðugt að tékka hvað er þar.