Kann ekki orðið að sitja auðum höndum. Strákarnir eru sofandi, Björg að bisast við að setja saman IQ ljósið mitt og Styrmir að læra - og þá blogga ég bara í gríð og erg.....
Svo að ég haldi áfram að tala um fréttir þá bara fannst mér ég þurfa að henda þessari frétt af mbl hér inn:
"Hér áður fyrr komu ekki nokkur einustu börn hingað inn sem langaði ekki til að lifa lengur. Í dag kemur hópur barna sem langar ekki til þess að vera til. Maður heyrir meira að segja eitt og eitt sjö, átta eða níu ára barn segja að það langi ekki að lifa og þegar kemur á unglingsaldur virðist depurð hreinlega vera eins og faraldur í hinum vestræna heimi."
Jimminnn eini - þetta finnst mér ein mikilvægasta frétt dagsins í dag. Og hvað getum við gert??? Þetta verða bara allir foreldrar að spyrja sig því ef þeir gera það ekki, hvar endar þetta þá?
Mér finnst persónulega það allra mikilvægasta að strákarnir mínir séu hamingjusamir og ég stend mig að því að spyrja son minn ekki eldri en 2 ára hvort að hann sé ekki örugglega glaður án þess að vita fyrir víst hvort hann skilji orðið glaður yfir höfuð.
sunnudagur, október 08, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Skemmtilegar bloggfærslur!
kv. blogglöggan
Skemmtileg blogg hjá þér Anna mín. Gaman að fygljast með því sem þú hugsar.... alltaf nóg að gerast í kollinum þínum greinilega:) Haltu áfram á sömu braut....
MAJA
Hæ Anna mín. En hvað það er gaman að þú sért farin að blogga, það verður frábært að fylgjast svolítið með lífi ykkar í Köben.. sem mér heyrist á öllu að þið familían séuð sátt við. Svo er nú aldrei að vita nema maður mæti allt í einu til Danaveldisins, þetta er nú manns annað heimili.
Hafið það gott kæra fjölskylda.
Bestu kveðjur,Eva
Hæ hæ og tak for sidst!
Gaman að geta rekið inn nefið smá stund og fá að knúsa lilla kút og spjalla við ljónastrákinn. Já eins og ég sagði ykkur að ég myndi gera þá barasta tókst mér að villast, þrátt fyrir leiðbeiningarnar í vasanum. Alla vega, tók lestina þar sem ekki var hægt að panta bíl um kvöldmat á laugardagskvöldi. Hafðist en kom rennandi blaut upp á hótel. Þetta er ákveðin snilligáfa.
Kærlig hilsen,
Linda týnda.
Var að segja ýkt langt komment á síðustu færslu :-)
Skrifa ummæli