Litli "stóri" gaurinn okkar hefur nú algjörlega sagt skilið við bleyjur og blautar buxur. Hann stendur sig eins og hetja og hefur prófað öll helstu náðhús í bænum. Stuðst var við límmiða-aðferðina til að hvetja hann áfram og það hafði bara nokkuð góð áhrif. Hann var voða spenntur í fyrstu að fá verðlaun en eftir smá tíma var hann farinn að veita öðrum fjölskyldumeðlimum sömu verðlaun fyrir góða frammistöðu á salerninu. Fylgdi manni inn á klósett og sagði okkur að við fengjum limmiða fyrir að pissa. Hummmm já einmitt það var díllinn, hehe.
Í dag er hann orðinn svo flinkur að honum nægir klapp, er voða glaður með það. Síðustu verðlaunin í þessu ferli voru ofurhetju nærföt sem hafa bara ekki blotnað enda finnst honum þau ofur flott.

Spiderman !!!!!!
3 ummæli:
Ohhh hversu krúttlegur er hægt að vera, gott hjá honum að fá ykkur til að hætta að nota bleyju í leiðinni, kominn tími til :) sendum þvílíkar ofurhetjukveðjur af Tómasarhaganum
Ingibjörg, Andrés & Franklín
Æi hann er algjört æði þessi drengur :) Segið honum að amma og afi séu rosalega stolt af spidermanninum sínum. Ástarkveðjur til ykkar allra
amma og afi á Sjafnó
Vá hvað hann er duglegur!!! og aaaalgjört krútt :-)
Skrifa ummæli