
Við fórum í heimsókn til Ernu frænku í Svíþjóð í gær og áttum frábæran dag með henni og krílunum hennar tveimur, Smára og Björk. Þau búa í alveg æðislegum bæ rétt fyrir utan Malmö
og hafa það rosalega huggulegt þar. Við Styrmir erum alveg ákveðin að þiggja heimboðið sem fyrst því gestir sem koma þangað og gista fá uppábúið hjónarúm og sér baðherbergi með sturtu og sauna. Alveg geggjað. Svo er garðurinn þeirra líka æði fyrir svona kríli og stutt í innisundlaugaparadís, fyrir utan alveg yndislega gestgjafa. Svo segja þeir að það sé 20% ódýrara að versla í Svíþjóð en Danmörku svo hver veit nema maður geri bara jólainnkaupin í leiðinni ;)
Annars vorum við mamma ansi duglegar í búðunum þessa vikuna. Ég keypti nú ekki mikið og þó..... kláraði nokkrar jólagjafir. Nú haldiði að ég sé gengin af göflunum en þannig er ég líka bara, byrja alltaf á jólagjafainnkaupum í okt og er yfirleitt búin með allar gjafir löngu fyrir jól. Helst svona um miðjan des og stundum fyrr..
Ahaa nú kemst upp um mann -
Engin ummæli:
Skrifa ummæli