föstudagur, október 27, 2006

dagurinn í dag

Dagurinn í dag var góður eins og aðrir dagar.
Við vöknuðum ansi snemma en það er orðið lenska hér á bæ að byrja daginn í bítið svo ekki sé meira sagt. Þeir bræður eru yfirleitt ansi illa samstilltir. Litli kálfurinn er oftast nær að fá sér sjúss svona um 6 leytið og þegar hann hefur svo lokið sér af ætlast beljan til þess að fá svefnfrið þangað til það fer að birta. Sá litli er þó yfirleitt á annarri skoðun. Hann er morgunhani eins og pabbi sinn, í bananastuði og ekkert til í að halla sér aftur. Ef ég næ hins vegar að fylla hann það vel að hann sofni af drykkju þá vill það yfirleitt vera að sá eldri vaknar hress og kátur og vill fá mömmu sína á fætur. Jább það er stuð á bænum - enda ekki við öðru að búast.
Í morgun vorum við sem sagt komin á fætur áður en hanninn galaði. Dagurinn hófst á kjarngóðum morgunverði, hafragrauti með bönunum áður en farið var í morgunverkin. Skipta, klæða, bursta og allt það. Eftir það eru allir sáttir í sínu horni í smá tíma. Mamman fær sér kaffi og mbl, stóri strákurinn kubbar og hlustar á pétur og úlfinn ( það allra vinsælasta þessa dagana) og litli stubbur liggur og spjallar við fiðrildið og snigilinn á leikteppinu. Í morgun áttum við svo að mæta til læknis rétt fyrir 10. Það er alltaf pínu stress þegar maður á að mæta svona klukkan eitthvað ákveðið. Nær undantekningarlaust ákveður litli kallinn að rétti tíminn til að skila morgunmatnum sé þegar hann er kominn í útigallann. Birgir Steinn er klæddur og á leiðinni út og hér er ekkert hægt að bakka að hans mati. Svo finnst honum lyftan líka dálítið spennandi, og lásinn á útidyrahurðnni er engin hindrun. Hann er því komin fram á gang áður en maður veit af og kominn inní lyftuna og bara nokkuð sama þó að hún lokist án þess að mamma og litli bróðir séu með í för..... Úfff á þessum tímapunkti er allt á milljón hjá kellunni.... Birgir, Birgir komdu sjáðu... komdu og hjálpaðu mér með Arnar Kára.....
Í þessari situation gleymist alltaf eitthvað og í morgun gleymdist að læsa útidyrahurðinni (sem verður að loka með lykli - ekki að virka þegar svona margt er að gerast á sama tíma )
Mættum svo 30 mín of snemma hjá lækninum - smá misskilningur á ferð en læknirinn átti nóg af kubbum og púsli og því var sá eldri eins og engill á meðan sá stutti var í skoðuninni. Þegar við vorum á leiðinni heim birtist svo pabbinn skemmtilega óvænt. Búinn fyrr í skólanum í dag og ákvað því að drífa sig heim í faðm fjölskyldunnar. Þegar heim var komið var allt á sínum stað - út um allt alveg eins og við skildum við það.
Allt er gott sem endar vel .............. :)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Anna mín , þú átt að gefa út barnabók í stíl við Óla Alexander! - Allavega gátum við gömlu hjónin ekki annað en skellihlegið yfir þessari frásögn þinni - gleymdum að horfa á spennuatriðið í Taggart á RUF.... , Yndisleg lýsing, á svo endalaust frábærum degi hjá tveggja barna móður. Minnir mig á lagið " Líttu á björtu hliðarnar, " Svona dagar ylja manni síðar þótt erfiðir séu á meðan á stendur.
Ástarkveðjur,
Sjafnargötu amma og afi

Nafnlaus sagði...

Greinilega meira en nóg að gera hjá heimavinnandi húsmóður - ekkert minna en hjá forstjórum bankanna eða framkvæmdastjórum stórfyrirtækja....
Góða helgi
Maja

Nafnlaus sagði...

Greinilega mikil spenna á heimilinu. Þetta er frábær lýsing hjá þér. Ég sé þig alveg fyrir mér hlaupandi á eftir orkuboltanum þínum með kúkableyju í annarri og kríli í hinni. Gott að lesa bloggið þitt og sjá hvað ykkur líður vel þarna úti. Knús til allra.