Rafvirkjarnir mættu glaðir í bragði í morgun og löguðu þurrkaratengilinn svo að nú er loksins hægt að fara að þurrka. Hef by the way aldrei átt þurrkara og líkar bara ágætlega við snúrurnar en verð líklegast ansi fljót að venjast þeim þægindum sem felast í því að geta fengið fötin þurr og fín klukkutíma eftir þvott.
Svo vorum við að fá heimasímann og internetið þannig að nú geta línurnar farið að glóa...
síminn er +45-32103414
Styrmir er í haustfríi í skólanum og tók sér frí í dag frá lærdómi/vinnu til að tjilla með okkur tre amigos. Þeir feðgar fóru út í byggingarvöruverslun og ef ég þekki son minn rétt er hann líklegast að tapa sér í skrúfudeildinni :)
Nú á að setja upp hillur og gera heimilið enn fínna enda er von á fleiri góðum gestum. Mamma og Berglind eru væntanlegar í dag og því ríkir gríðarleg stemming á heimilinu. Berglind ætlar að vera fram yfir helgi en mamma í heila viku. Mér skilst að það verði farið í nokkrar búðir - líklegast HM, gæti trúað því.
fimmtudagur, október 19, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Gaman að fylgjast með blogggleði frúarinnar! Nóg að gerast hjá ykkur greinilega og gaman í útlandinu. Hafið það gott áfram....
MAJA
Ég er að fíla þessa túrakona sem þú ert! Tvö blogg á dag!! -stella
Ég er að fíla þessa túrakonu sem þú ert! Tvö blogg á dag!! -stella
Obbobb reyndi að lagfæra stafsetningarvilluna en þá komu bara tvö komment.
Hæbbs!
Fíla þetta líka.. svo þegar þið eruð búin að græja allt og gera allt fínt þá er MÖST að setja inn myndir þannig að við getum ímyndað okkur aðeins hvernig þið hafið það. Skil ekki í Arnari Kára að fíla ekki blessaðan stólinn. Það er svoooo fínt að geta sett hann í hann þegar maður þarf að fara í bað, setja í vél, laga til og svo er hann smá vörn gegn stóra ástsjúka bróður. Er hann ekki einu sinni að fíla nuddið?
Hlýtur að vera bara gallaður stóll!
Knús frá Kópó,
GB og Bjarki Freyr sem er reyndar núna á gólfinu ;-)
Já ég skil ekkert með stólinn, Franklín er mjög sáttur við sinn, erum samt búin að taka fiskana af og hann notar hann bara í chillinu, nuddið virkar í 100% tilvika til að stöðva break-out, sem er gott ;)
Friður
Ingibjörg
Skrifa ummæli