Finnst Hjaltalín frekar góð hljómsveit. Skemmtileg blanda af hljóðfærum og massa flottar raddir. Er yfirleitt ekki eins hrifin af karlröddum eins og kvenröddum en finnst röddin hans alveg æði. Er obviously nett lesbó þegar kemur að tónlist.
Well...... Það er líka svo krúttlegt að Arnari Kára finnst "Þú komst við hjartað í mér" æði og dillar sér í takt, sposkur á svip og reynir að ná textanum. Raular með og stingur inn einu og einu orði sem hann greip einhvers staðar fyrr í laginu. Vill svo helst vera í fanginu á mér og dansa. Like it a lot.
Uppáhaldslögin mín eru hins vegar Trailer Music og The trees dont like the smoke.
Þetta er ákkúrat svona vetrartónlist - ofurljúf og róandi.
Mæli með henni í frostinu!
fimmtudagur, október 02, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ætla að kíkja á hana. Vantar svo agalega nýja góða tónlist að hlusta á. Mátt gjarnan koma með fleiri uppástungur.
Skrifa ummæli