þriðjudagur, september 30, 2008

Blogg eða ekki blogg

Mér finnst alveg ómissandi að skoða nokkur blogg í viku og finnst heilmikið vanta þegar nýtt blogg frá traustum bloggurum eins og GB, Ástu og Svölu hefur ekki dottið inn í nokkrar vikur.
Það virðist þó vera deyfð yfir bloggheiminum hjá hinum almenna bloggara sem talar hæfilega mikið um pólitík en meira um allt og ekkert sem er ekki síður gaman að heyra af.
Bloggið er án efa góður staður fyrir pólitíkusa að koma hugmyndum og skoðunum á framfæri og fyrir fólk í útlöndum til að leyfa vinum og ættingjum að fylgjast með frá fjarlægum slóðum. En af hverju að blogga þegar þú býrð nálægt flestum þínum og talar við marga þeirra sem teldust til helstu blogggesta þinna, kannski oft í viku. Af hverju þá að opna sig fyrir veraldarvefnum? Af hverju ekki?
Vinkona mín ein á margra ára bloggfærslur sem hún segir eins konar dagbók. Mér finnst það góður punktur. Þetta eru heimildir sem gaman verður að glugga í einhvern tíman þegar minnið er farið að gefa sig... Þessir litlu ómerkilegu hlutir sem er svo dýrmætt að halda utan um og varðveita...
Tveir af mínum uppáhalds bloggurum eru í bloggdeyfð. Hugsanlega hafa þeir velt því sama fyrir sér og ég - af hverju að blogga heiman úr Heiðardalnum þar sem flestir hinir búa líka?
Mig langar þó til að hvetja þessar góðu stöllur mínar til dáða..............
ARNEY OG BJÖRG! Er ekki komin tími fyrir eins og eitt gott blogg?

6 ummæli:

Burkni sagði...

Láttu Styrmi endilega lesa þessa færslu :)

BJÖRG sagði...

hahaha!! já ég held að þetta hafi verið ástæðan fyrir því að ég hætti að blogga, þá: afhverju að blogga þegar ég bý hér heima... en ég er svo sammála þér með að þetta séu minningar sem gaman er að lesa aftur. Ég geri það meira að segja reglulega, að fara í gamlar færslur og rifja upp skemmtilegar minningar. Kannski maður byrji aftur að blogga, ég hef allavega mjög gaman af því að lesa hjá öðrum.

pmo sagði...

Já ætli það sé ekki sama ástæðan hjá mér. Af hverju að blogga þegar ég bý í sömu borg og fjölskyldan og vinirnir? En svo áttaði ég mig á því um daginn að maður hittir fjölskylduna kannski oftar, en einhvernveginn drukkna stundirnar í stressi og kapphlaupi við klukkuna.
Kannski að maður bloggi smá - það er rétt hjá stelpunum að það er mjög gaman að renna yfir bloggið og rifja upp gleymdar og góðar stundir.
Kv. Arney

BJÖRG sagði...

afhverju er ekki hægt að fara á barnaland síðuna ykkar?

Finnur sagði...

Ég bý ekki í sömu borg og þú Pétur, samt er ég bæði fjölskylda og vinur.

Anna K i Koben sagði...

Whaaa...............
Hver ert þú þessi Finnur?