Fengum viðgerðamann sem úrskurðaði þvottavélina dauða. Því vorum við að velta fyrir okkur hvort að það væri ekki snilld að kaupa sambyggða þvottavél og þurrkara þanngi að plássið á litla klósettinu okkar nýtist sem best. Í rannsóknarskyni skellti ég mér inná femin.is þar sem er að finna kellingar sem virðast hafa skoðanir á engu og öllu og viti menn... kjaftarifurnar höfðu sitt að segja:
"Ég mæli ekki með því að kaupa þvottavél og þurrkar sem ein vél."
"Þetta virkar. Eina gallin er að þau bilar auðveldara..." já ......
og hérna voru þær svo komnar í smá fight eins og tíðkast þar á slóðum:
"Ég á Eumenia þvottavél/þurrkara og hef notað hana óspart í 17 ár! Hún hefur ALDREI bilað!" og hana nú!
"Svolítill galli að geta ekki þurrkað í þurrkara á meðan þú þværð."
"'Eg á vél sem er 6 ára sambyggð, aldrei bilað, átti aðra eins á undan sem bilaði ca fyrir 500 kr á 15 árum, gaf hana og hún er enn í lagi".
Já veit ekki. Hvað segið þið kæru vinir - hafið þið skoðun á þessu?
föstudagur, júní 20, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Þegar kemur að þvottavélum og þurrkurum, sérstaklega fyrir barnafjölskyldur, finnst mér ástæða til að fjárfesta í gæðum. Það gerðum við fyrir 3 árum og sjáum ekki eftir því ... tókum Miele þvottavél og þurrkara og báðar þessar græjur eru þvílík snilld að það hálfa væri tær snilld.
Mér skilst að samskonar tæki séu tekin á togara og gangi allan sólarhringinn í vaggi og veltu áratugum saman.
"Svolítill galli að geta ekki þurrkað í þurrkara á meðan þú þværð."
Svolítið sammála þessu....
good luck,
Áslaug
sammála burkna...á líka miele...snilldarvélar.myndi ekki kaupa 2 for1, svipað og ég myndi aldrei kaupa kaffivél sem malar líka...bilar frekar...mæli með miele, þó það sé dáldið dýrt...kaupir þær bara 1x")
ps. hvað er málið með alex beran að ofan burkni?
Mæli frekar með að kaupa þvottavél og þurrkara í sitthvoru lagi. Þegar maður er að þvo að jafnaði 2-3 vélar á dag þá er gott að þurfa ekki að bíða eftir að vélin sé búin að þurrka líka. Ég á Electrolux þvottavél og þurrkara og er hæstánægð. Átti líka einu sinni gamlar AEG og þær eru fínar líka.
Jæja ætli ég fari nú ekki í kjölfarið að standa upp frá tölvunni og setja í vél og þurrkarann...
Kv. Þóra
Bara svona til að bæta nýju merki og flækja málinn enn frekar þá áttum við Siemens vél með klukku þ.e. maður sá hve mikið var eftir af þvottatímanum og sú vél var algjör snilld.
Tek annars undir að ég myndi ekki kaupa þetta saman í einni vél, bæði vegna þess að þá getur maður ekki þurrkað og þvegið á sama tíma og ég hef einnig heyrt um þessa auku bilanatíðni.
Hilsen pilsen,
Arna á PHG
Hæ....stórfjölskyldan i Svíþjóð mælir með tveimur vélum og vertu ekki að rembast við dýrar og flóknar vélar með öllum mögulegum styllingum sem þú notar einnu sinni á öld...því færri styllingar því minni hætta á flóknum bilunum...það eru jú til svo annsi góðar fatahreinsanir sem redda hinum pakkanum.....
kveðja, Erna
ég hef bara átt þvottavél og þurrkara sér.
ég á elektrolux eins og þóra (og jóhanna svala) og elektrolux og AEG er það sama í dag.
bróðir minn og systir leigðu íbúð í köben um daginn (í viku) þar sem var svona þvott og þurrk saman og þau voru mjög ánægð með hana.
mér finnst þetta mjög sniðugt upp á plássið.
en eins og margin segja... ef þú þarft að þvo mikið þá er kannski best að hafa þetta sitt í hvoru lagi.
en þá fór ég að hugsa... er ekki þvottahús niðri í kjallara sem þú getir notað ef um stórþvott er að ræða?
segi bara sonna sko :)
gangi þér vel og ég hlakka til að sjá ykkur sem fyrst.
knús,
anna jóh.
Já ráðin eru góð þegar reyndir hússtjórnendur tala.
Erum búin að ákveða að kaupa góða vél með a.m.k 7 kg. þvottagetu.
Alveg merkilegt hvað maður eyðir miklum tíma við þvottavélina með 2 gaura í húsi.
kv.anna
Mæli með vél sem tekur mikið magn og ég myndi ekki kaupa sambyggða vél, því þá getur maður ekki massað þvottinn. Á sjálf vél sem tekur 7,5 kíló og það er tær snilld þegar maður er með krakka. En hvaða vél er þetta sem verið er að auglýsa og þvær á 15 mínútum? Er maður bara í óhreinum fötum....
Margrét Lára
Ég var á Öskjunni (Ríkisskip) þegar við lentum í verstu stormum sem mælst hafa í Norður-Atlantshafi. Um borð vorum við með Eumenia þvottavél og þurrkara, sem gekk nær linnulaust (á skinnu) alla daga. Þetta var ótrúlegt tæki. Og þegar Ríkisskip voru lögð niður, þá um vorið, var Eumenia þvottavél það fyrsta sem ég keypti mér þegar ég kom í land. - Besta fjárfesting í heimilistækjum sem ég hef gert.
Skrifa ummæli