Þess vegna verður smá comeback þangað til ég nenni ekki meir. Það verður líka comeback fyrir skólatöskuna og pennaveskið því ég var að fá svar frá HÍ og er á leiðinni í skóla í haust. Mér skilst reyndar að blýantur og blokk séu löngu úrelt en ég man ekki betur en að ég hafi nú aðallega stuðst við svoleiðis glósutækni þegar ég sat síðast á skólabekk. Já Háskólinn hefur tekið stakkaskiptum síðan þá því ekki bara glamra nemendur eingöngu á takkaborð heldur er komin þessi líka fína kaffitería/hittingsstaður á miðju háskólasvæðinu og ég er ekki frá því að það hafi farið smá svona háskólastemmning um æðarnar þegar ég lagði leið mína þangað um daginn.
The nerd is back!
10 ummæli:
VÁ hvað ég er ánægð með þig kona!!!! Koma svo....
MAJA
Til hamingju með inntökuna. Þú átt eftir að massa þetta.
Takk svo fyrir skemmtilegt afmæli um helgina og til hamingju með stóra strákinn.
Meiru yndin báðir tveir.
Frábært að vera búin að fá ykkur heim á ný!
Til hamingju með þetta Anna!
En gaman að verða háskólapía á ný ;)
Vel gert, og haltu áfram að dúndra færslum hér inn. Ég var að pæla í að senda ykkur aftur út svo þú myndir byrja aftur að blogga :)
wooohoooo....
Ánægð með þessa ákvörðun hjá þér að byrja að blogga aftur.
kv, Áslaug
Glæsilegt hjá þér! Til hamingju með að vera komin inn - og gaman að þú skulir ætla að blogga aðeins meira :)
Guðbjörg
Líst ótrúlega vel á bloggcomebackið og til hamingju með skólainngönguna. Þú átt eftir að massa þetta allt saman.
Gott að heyra að þú ert ekki alveg hætt :) takk kærlega fyrir okkur mæðgin um helgina. hlakka til að lesa meira.
kv Guðrún
Örugglega besta kombakkið í sumar ;)
kv.
Lilja
Frábært að sjá þig aftur hér.
Og til hamingju með skólann :)
Þá verðum við í sama skóla :D
Hafið það gott.
Knús á ykkur öll.
Anna panna.
Skrifa ummæli