fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Tónlist fyrir litla fólkið!

Við hlustum mikið á tónlist á heimilinu og höfum hvert sinn tónlistarsmekkinn. Styrmir er svona Bob Dylan, Nick Drake, Van Morrison, Leonard Cohen og hleypir engan veginn þessum nýju glansgæjum eins og Justin Timberlake að. Ég er meira í kvenkynsröddum þó að mér finnist nú allir ofangreindir mjög ljúfir og skemmtilegir. Mínar uppáhalds þessa stundina eru Adele, Katie Melua og Mariza. En við hjónin fáum bara alls ekki alltaf að hlusta á þessa ljúfu tóna okkar því litlu kallarnir hafa sko skoðun og smekk. Birgir Steinn fór í sína fyrstu leikhúsferð um jólin á Skilaboðaskjóðuna í Þjóðleikhúsinu. Hann fékk svo diskinn með leikritinu í jólagjöf og hefur ekki hlustað á annað síðan. Arnar Kári er hrifnari að Skoppu og Skrítlu enda kynntist hann þeim líka fyrir jólin og greinilegt að eitthvað situr eftir í litlum huga því hann dillar sér með bros á vör þegar þær gaula sína gleðibragi. Sú barnatónlist sem er hins vegar í uppáhaldi hjá mér og strákunum finnst reyndar líka alltaf skemmtileg er Babbiddibú. Olga Guðrún sem samdi ryksugulagið góða og hina frábæru Eniga Meniga, samdi og syngur á Babbiddibú og er bara snilli. Lögin eru skemmtileg en það sem meira er að textarnir eru algjört æði. Góður boðskapur og flott ljóð. Bara að börnin skildu það sem sungið er um. Móðirin er samt pínu að reyna að segja þeim edri frá innihaldi lagana á meðan við hlustum. Og svo byrjar mamman "Eins og öndin sem kann ekki að fljúga fyrr en hún sér gamminn ráðast á ungann fjallar um það hafa trú á sjálfum sér...."
"Ok mamma eigum við ekki bara að hlusta!"
Jú jú einmitt hlustum bara............

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að litlu karlarnir hafa skoðanir. Já það er frábært að þeir nenni að hlusta á tónlist, það voru nú ekki fáar plöturnar og spólunar sem þú hlustaðir á þegar þú varst lítil.Píla Pína,Daníel Daníel og fleira. kv. ma

Guðrún Birna sagði...

Er einmitt með frábært lag á heilanum núna.. best finnst okkur bara að vera dvergar bara að vera dvergar.....

Annars er ég mjög hrifin af Pollapönki - alveg eðal gauradiskur og ég fíla hann líka - sem er ekki verra hehe. Engar bjöllur eða svoleiðis.... úff það getur verið vandasamt að gera öllum til geðs :-)

Knús frá klakanum,
GB

Nafnlaus sagði...

Já hér er einmitt vinælast í augnablikinu diskur með Ómari Ragnarssyni, fullt af skemmtilegum lögum og meðal annars Fugladansinn. Flest 3-5 ára börn í Gróttunni hafa einmitt stigið fugladansinn að undanförnu ;) Lína Sól er samt mikið fyri að hlusta á Billy Jean og skemmtir sér konunglega þegar móðirin tekur nokkur vel valin dansspor sem samin voru í kringum aldamótin síðustu. Hahaha já Anna mín þú hefur nú samið ófáa fimleikadansana, þessi sló náttúrulega í gegn á Spænski grundu ;)
Majan

Nafnlaus sagði...

Fyrir þá sem ekki vita, þá er Daníel, Daníel með hinum bráðskemmtilega Kiwaniskór á Siglufirði og fjallar um afar uppbyggilega hluti eins og títtnefndan Daníel sem lenti í ljónskjafti, Jónas í hvalnum o.fl.!! Litla krílið harðneitaði að leggja sig e.h.nema að sitja fyrst í fanginu á undirritaðri með duddurnar 3 og hólý mólý ef ég ætlaði að svíkjast um að syngja með!! :)
Kv. Helga Lú

Nafnlaus sagði...

Hér á bæ er húsbóndinn í hlutfallinu 1:3 og hefur engan skilning á tónlistarsmekk hinna fjölskyldumeðlimanna. Hann varð mjög glaður yfir jólagjöfinni úr Hafnarfirði...100 ísl.barnalög...
En húsmóðurin lumar nú líka á gömlum gullmolum...og þá horfir hann með meðaumkun og hugsar sitt!!
kveðja úr vorinu í sverige
Erna Lú