miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Sjónvarpsgláp

Við fjárfestum í þessu líka þvílíka snilldartæki á dögunum. Tengdapabbi var svo góður að burðast með sjónvarpsflakkara heim frá BNA og nú liggjum við bara í sófanum og flökkum á milli nýjustu mynda og þátta og þurfum hvorki að hreyfa legg né lið. Maður þarf sko ekkert að fara í bíó lengur þegar maður á svona tæki enda er líka svo dýrt að fara í biografen.
2000 kr miðar - 1000 kr popp og kók og 2000 kr barnapía. Já það tekur bara 4 bíóferðir að greiða upp gripinn.
Undanfarið höfum við verið að horfa á nýja þætti sem heita "New adventures of old Christine". Þvílíkir snilldarþættir og dálítið skemmtileg tilbreyting að geta hlegið saman í sófanum því yfirleitt nær áhuginn á sjónvarpsefni ekki alveg saman hjá okkur.
Snilld snilld - kíkið á!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú er frábær búin að reikna út og réttlæta eyðsluna. Þetta er rosalega góð aðferð.Njóðið bara og ég tala ekki um hlátur lengir lífið.Knús og kossar ma

Nafnlaus sagði...

Já tæknin er yndisleg - nú getur maður bara glápt á eins marga þætti í röð og maður vill - ekki alltaf að bíða í heila viku eftir næsta þætti. Tek undir að þú ert snillingur í að réttlæta eyðslu - ætla að taka þessa tækni upp :)
Kv Aníta