fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Er vorið bara komið?

Það er 10 stiga hiti og sól í Köben í dag. Það er vor í loftinu og manni líður eins og veturinn hafi bara aldrei komið. Spáin fyrir helgina er jafnvel enn betri svo að það er bara hægt að leggja útigöllum og taka upp léttari fatnað. Dagurinn hefur líka lengst svo hratt og það er bara bjart fram að kvöldmat. Þó að myrkrið fari nú ekkert í mig þannig séð - finnst ákveðinn sjarmi að sitja undir teppi með kertaljós, að þá slær ekkert vorinu við. Búðirnar eru að fyllast af skemmtilegum fatnaði, lágbotna sandölum og léttum kjólum. God I love it.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Endilega sendu nokkur hitastig yfir hafið. Það er bara snjór og kuldi hér á bæ. Sumarkjólarnir eru þó farnir að streyma í búðirnar, við Íslendingar látum veðrið ekki stoppa okkur af í innkaupunum ;)
Kveðja
Maja

Nafnlaus sagði...

æ, anna þurfir þú nú að segja þetta.
hér snjóar bara og snjóar...
en vorið kemur hér!!! á endanum :D
gaman að lesa eftir þig greinar í hú og hí :)
hafið það gott.
anna gamla.

Anna K i Koben sagði...

Já þetta er ótrúlegt.
Þegar ég opnaði mbl áðan og sá öll ósköpin þá mundi ég allt í einu eftir því að það er bara miður febrúar.

bk. í kuldann
akg

BJÖRG sagði...

Það er ekkert smá langt síðan ég sá svona mikinn snjó á Íslandi. En ég verð að segja að ég er að fíla hann eða að vissu marki... fínt að hafa hann, en hann má endilega fara af götunum og gangstéttum og þá er ég sátt! :)