laugardagur, febrúar 02, 2008

"Endanlegt húsnæði"

Við Styrmir byrjuðum að búa fyrir tæpum 9 árum. Á þessum búskaparárum okkar höfum við verið í leiguhúsnæði og því alltaf hálfpartinn "að bíða" eftir að komast í okkar. Þó ég segi bíða þá hefur okkur nú liðið bara frekar vel og alveg ákveðinn kostur að leigja þegar maður liggur ekki á millum undir koddanum.
Við byrjuðum á stúdentagörðunum og eins og gefur að skilja ætluðum við nú ekki að stoppa lengi við þar. Eftir rúmlega 3 ár var því sagt skilið við skemmtilega stemmningu á Görðunum og nýr leigusamnngur á öðrum stað í Vesturbænum gerður. "Munduárin" voru lærdómsrík. Við höfðum það gott og greiddum vægast sagt sanngjarnar leigugreiðslur fyrir nýútskrifaða námsmenn. Hverfið var algjör draumur, rólegt og vinalegt en um leið hæfilega stutt frá stórmenningunni í höfuðborginni og það kunnum við stórborgarrotturnar að meta. Eftir ýmsa en mjög óalvarlega árekstra vorum við orðin tilbúin að kaupa eftir 2 ár. Kaupin gengu hins vegar ekki vel á sínum tíma og alltaf virtumst við einu skrefi á eftir. Því misstum því að kjörnum tækifærum sem hefðu gefið okkur meiri möguleika í dag. En þar sem við erum svo "blessunarlega" laus við skyggnigáfur þó heppilegt væri í flestum viðskiptum, fengum við að kenna á því að hafa ekki stokkið á þau færi sem gáfust. En þannig er nú bara lífið - you win some and loose some og grundvallarreglan í þessu sem öðru að virða sínar ákvarðanir hverju sinni. Við ákváðum því að leyfa uppsveiflunni að klárast (sem gerðist hins vegar aldrei) og ákváðum að dveljast lengur við hjá henni Mundu okkar. Með engar húsnæðisrætur reyndist því ansi átakalaust að kveðja klakann þegar ákveðið var að nema land í suðaustur átt.
Nú erum við hins vegar loksins á leið í okkar eigið húsnæði. Eins og gefur að skilja er spenningurinn mikill. Í fyrsta sinn þurfum við ekki að lesa leigusamninga. Við megum negla í alla veggi og rífa ef okkur hentar. Af þessum ástæðum hefur hugurinn farið með okkur um víðan völl. Við ætlum að leyfa okkur að gera húsnæðið eins og við viljum hafa það. Enga Mundur (lesist hömlur) og skorður upp að þvi marki sem buddan leyfir. .....OG GOD DAMN IT hvað þetta er gaman. Við höfum velt þessu öllu fram og til baka og sett dæmið upp í excel og power point (djók) og komist að ákveðinni niðurstöðu.
Niðurstaðan er sú að þrátt fyrir að þetta verði nú ekki neitt endanlegt eins og oft er sagt í þessum húsnæðismálum þá ætlum við hafa það okkar aðal markmið að gera heimilið að því heimili sem við viljum búa í. Fyrst ætluðum við ekki að tíma að eyða peningunum í þetta og hitt því kannski myndum við nú ekkert stoppa þarna í svo mörg ár. En þegar við fórum að velta þessu hugtaki "endanlegu húsnæði" fyrir okkur þá var niðurstaðan sú að eina endanlga húsnæðið sem við munum hugsanlega koma til með að eyða dögum okkar í verður kannski elliheimilið og þá er nú afskaplega lítið sem þarf að gera......

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ji hvað ég hlakka til að sjá hvað þetta verður flott hjá ykkur ;) Það verður sko gaman að fá ykkur í næsta hús. Strákunum er velkomið að vera og leika í dótinu hjá okkur á meðan þið neglið og sagið og svo framvegis ;) Vonandi verður líka gott veður næsta sumar og þá er snilld að vera bara úti í garði eða fara á róló ;)
Sjáumst
Majan ;)

BJÖRG sagði...

Það er mikil tilhlökkun hér á bæ, og sem betur fer verður stutt að fara á milli ;)
Tíminn flýgur gjörsamlega, hlakka til að fá ykkur heim!

Nafnlaus sagði...

það þarf ekki alltaf að kosta svo mikið að fríska upp á og gera íbúðina heimilislega......
sérstaklega á íslandi þar sem ekki alltaf er bóngóblíða og fólk eyðir miklum tíma innandyra er mikilvægt að hlakka til og líða vel HEIMA ...
kveðja Erna

Anna K i Koben sagði...

Já þetta verður voða nice. Ætlum einmitt að gera okkur glaðan dag í IKEA og shoppa innréttingar og annað á þeim góða stað.

verður spennó.....anna

Nafnlaus sagði...

....nú hva!!! á bara að gera þetta að draumaíbúð frá byrjun.....
hejsan, Erna

ps. Erum að spá í að hoppa yfir sundið um næstu helgi...hvað segið þið um þá innrás...

Nafnlaus sagði...

Ég var samt að lesa það einhver staðar að Ólif og borgarstjórn var samþykkja það að endurinnrétta allar þessar íbúðir eins... Setja þær í sitt upprunalega horf þannig að sorry... En ég meina, þetta varður þá bara eins og að flytja aftur til 1980... sem er stuð

Nafnlaus sagði...

Hahahahahaha!!!!!

Anna K i Koben sagði...

Já það væri stuð.......

Nei nú horfum við fram á veginn!

kv.anna