miðvikudagur, janúar 16, 2008

skólar fyrir stelpur og stráka

Við vinkonurnar ræðum alloft um börn og allt sem viðkemur börnum. Leikskólamál eru því ofarlega á baugi og við skiptumst á sögum og humyndum í þeim efnum. Þar sem börnin eru hvert í sínum leikskólanum getum við með góðu móti borið hitt og þetta saman og nú þar sem við búum í Danmörku og drengirnir á tveimur ólíkum leikskólum verða ansi margir leikskólar fyrir barðinu í samanburðinum. Já foreldrar eiga að gera kröfur og starfsfólkið á að sjálfsögðu að geta gert kröfur að sama skapi eins og launakröfur. Ég vona bara að Íslendingar fari að átta sig á því að það er ekkert svo slæmt að borga þessu fólki sómasamleg laun - vissulega fylgja aðrar stéttir á eftir enda kominn tími á að hækka þeirra laun líka.
Í umræðum okkar mæðranna finnst mörgum okkar stundum halla á litlu strákana. Þeir leika sér öðruvísi en stelpur eins og flestar mæður hafa uppgötvað og því vert að virða það. Í þeim stefnum sem eru í gangi og margir kunna vel að meta finnst okkur stundum verið að ýta undir að stelpur blómstri kannski pínulítið á kostnað stráka. Mér finnst að einstaklingurinn eigi að fá að blómstra burt séð frá því hvort að hann sé stelpa eða strákur. Strákum finnst mörgum gaman að riddara, sjóræningja, hermannaleikjum. Stelpur leita hins vegar sjaldnar í þessa leiki og þannig er þetta bara. Þessum mun á kynjum reyna sumir að breyta.
Í foreldraviðtalinu hans Birgis talaði leikskólakennarinn um að Birgir mætti vera duglegri með fínhreyfingar - honum þætti t.d ekki gaman að perla sem er gott tæki til að þjálfa upp fínhreyfingar en það væri hins vegar þannig með flesta strákana og ekkert til að hafa áhyggjur af. Hún sagði það algengara á þessum aldri að stelpurnar væru mjög flinkar í öllu sem heitir fínhreyfingar því þær leituðu meira í leiki eins og að perla og að klæða sig og dúkkur í og úr fötum. Strákarnir væru meira að kubba eða að leggja bíla og lestarteina og vissulega þjálfast þeir við það. Hún sagði þennan mun hrikalega áberandi og þannig væri þetta bara. Þau fengju öll að velja sér leiki eftir áhugasviði þegar þau eru ekki að vinna í einhverju öll saman.
Góð vinkona mín heima kvartaði um að sonur hennar sem er algjör stríðs-riddara-hermaður þætti ekki nógu skemmtilegt á leikskólanum. Á leikskólanum hans er ekket legó né playmó og bara lítið um þetta hefðbundna stráka dót. En nóg er af dúkkum og dúkkufötum og perlum. Af hverju má ekki aðeins fara að virða það að strákar og stelpur eru ólík jafnvel þótt um 4 ára krakka er að ræða. Margar kannanir sýna að strákum hreinlega leiðist í skólum og leikskólum. Ættum við ekki að leitast við að byggja upp skólaumhverfi sem hentar öllum.

5 ummæli:

Guðrún Birna sagði...

Heyr heyr! Strákar eiga líka að fá að leika og læra :-)
Eftir heimsókn mína í fangelsin (95% þar eru karlmenn og stór meirihluti ungir strákar.. hrikalegt) styrktist trú mín enn frekar. Það þarf að gera átak í leikskóla og skóla málum og til dæmis fjölga karlkennurum/fyrirmyndum.

Knús,
GB

Nafnlaus sagði...

skondið, ég er einmitt í smá leikskólakrísu sjálf :( Finnst eins og að stubburinn minn njóti sín ekki alveg, bara stelpur í hópnum hans og mér sýnist hann yfirleitt vera litla barnið eða hundurinn í mömmó!! Bara frábært að strákar og stelpur leiki sér saman en spurning um að kynin fái tíma sér líka....

kv.
Lilja

Nafnlaus sagði...

leikskólar voru einmitt umræðuefnið við matarborðið hjá okkur í kvöld !!!
það eru til nokkrir leikskólar sem eru alveg kynjaskiptir. bæði úti og inni.
í leikskólanum sem mínir krakkar sækja er krökkunum stundum skipt eftir kyni í ákveðnum leikjum ;)
en skólarnir eru eins misjafnir og þeir eru margir.
...
þetta er efni í góðan saumó.

Nafnlaus sagði...

þetta var anna jóh :D

Svala sagði...

ji tid ættud nú líka ad vera fegnar ad fá leikskóla fyrir børnin ykkar...girls or boys...í germaníu fær madur pláss í 1.lagi
3ja ára!!


Fyndid tetta med fínhreyfingakommentid...Hulda stórafrænka hans fékk nebbl tetta komment líka um 3ja ára aldurinn...og hún perladi samt oft") held ad teir einblíni kannski adeins of mikid á muninn á milli gróf of fínhreyfinga...tek tessu ekki tannig ad hana vanti upp á fínhreyfingar frekar ad hún sé med ógsl gódar grófhreyfingar og normal fín") tinn er ørugglega líka svoleidis "case"